fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Þorsteinn Víglundsson í yfirheyrslu: Þetta er besta ráðið sem hann hefur fengið

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. mars 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúskaparstaða og börn?

Kvæntur Lilju Karlsdóttur – við eigum saman þrjár dætur.

Bók eða bíó?

Bækur, eða réttara sagt hljóðbækur, eru í miklu uppáhaldi þessa dagana.

Hvað er skemmtilegt?

Lífið. Útivist með fjölskyldunni, skíði, golf og hvers konar hreyfing. Fátt slær þó því við að elda góðan mat með góðum vinum og vínum. Mætti þó sjálfsagt vera meiri hreyfing og minni matur.

Hvað er leiðinlegt?

Hroki. Fátt fer í taugarnar á mér en hrokafullt fólk gerir það svo sannarlega. Sérstaklega þegar fara saman völd og hroki. Völdum fylgir ábyrgð og ábyrgð mætti svo gjarnan fylgja meiri auðmýkt.

Trúir þú á drauga?  

Nei.

Notarðu regnhlíf?

Nei – ég gleymi henni alltaf.

Áttu gæludýr?

Já, við eigum 9 ára gamlan Dverg-Schnauzer sem heitir Glói. Mikill gleðigjafi fyrir fjölskylduna.

Hefurðu gengið á Esjuna?

Já, geri það reglulega með fjölskyldunni.

Fyrsta atvinnan?

Fyrsta sumarstarfið var þegar ég var 12 ára að tappa Nivea-kremi í dósir hjá S. Helgasyni, fyrirtæki sem móðurafi minn stofnaði. Eftirminnilegast var sennilega þegar ég hellti niður 200 lítrum af Double Douche-sjampói – þóttist ráða við að færa tunnuna en það reyndist rangt mat.

Leiðinlegasta húsverkið?

Mér finnst ágætt að græja tiltekt, skúra og ryksuga. Hins vegar leiðist mér mest að þurrka af og pússa spegla.

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Ég hef fengið svo mörg góð ráð í gegnum lífið frá fjölskyldu og vinum að það er erfitt að greina á milli. Á endanum hafa þau flest snúist um að fylgja hjartanu – nokkuð sem ég hef alltaf gert og hefur reynst mér vel í lífi og starfi.

Mannkostir þínir?

Það er nú kannski annarra að leggja mat á það. Ég held að það hafi alltaf gagnast mér vel að vera frekar róleg og yfirveguð týpa. Ég reyni að koma fram við fólk af virðingu og muna að það eru alltaf fleiri en ein hlið á málunum.

Lestir þínir?

Var alltaf óstjórnlega óstundvís en það hefur batnað með árunum. Í seinni tíð er það eflaust helst áunninn athyglisbrestur og óhófleg notkun fréttamiðla í símanum mínum.

Hver er fyrsta minningin þín?

Man eftir forláta rauðum slökkviliðsbíl sem ég átti þegar ég var u.þ.b. tveggja ára og hláturinn hjá föðurafa mínum þegar hann hrasaði með mig í stiga þegar ég var litlu eldri. Hann lést skömmu síðar og mér þykir alltaf vænt um þessa minningu.

Það erfiðasta sem þú hefur gert?

Að jarða föður minn.

Nammi, snakk eða ís?

Alltaf nammi.

Fyrsti bíllinn?

1978 módel af Saab 96. Eðalbíll, þó svo að dempararnir hafi verið vita ónýtir og nokkurt ryð komi í gripinn.

Eitthvað að lokum?

Nei, er þetta ekki bara fínt?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“