fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Jóhanna Guðrún og Davíð eiga von á barni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson, eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga hjónin stúlku sem fædd er árið 2015 og er mikil eftirvænting hjá litlu fjölskyldunni fyrir væntanlegum fjölskyldumeðlimi. 

Jóhanna Guðrún var í sviðsljósinu á lokakvöldi undankeppni Ríkisútvarpsins, 2. mars síðastliðinn, fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Ísrael í maí. Tók söngkonan lagið Is it true, sem heillaði heimsbyggðina fyrir tíu árum og lenti í öðru sæti Eurovision-keppninnar. Frammistaða Jóhönnu Guðrúnar var stórbrotin og í enn eitt skiptið minnti hún á sig sem ein besta söngkona sem Ísland hefur alið. Þó duldist fáum að Jóhanna Guðrún var kona ekki einsömul.

Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband þann 21. september á síðasta ári og því er skammt stórra högga á milli hjá parinu. Þau hafa unnið saman að tónlistarsköpun auk þess sem parið treður reglulega upp ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum. Þá stýra þau saman barnakór Vídalínskirkju við góðan orðstír.

Eins og áður segir er Jóhanna Guðrún ein þekktasta söngkona landsins en færri vita að Davíð er einn af frambærilegustu gítarleikurum landsins. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er gítargoðsögnin Sigurgeir Sigmundsson sem hefur leikið í hljómsveitunum Start, Gildrunni og Drýsli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus