fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Halli varð brjálaður á aðfangadagskvöld: „Á að eyðileggja fyrir manni jólin?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 23. desember 2019 20:00

Hallgrímur hélt að mamma myndi eyðileggja allt. Fékk góða gjöf í staðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er orðið ansi stutt í jólin og þeim fylgja einlægar og fallegar gjafir frá okkar nánustu. DV ákvað að leita til nokkurra þekktra Íslendinga og spyrja þá hverjar eftirminnilegustu jólagjafirnar væru. Við gefum Hallgrími Ólafssyni, leikara, eða Halla eins og hann er oftast kallaður, orðið, en fleiri frásagnir af eftirminnilegum gjöfum má lesa í nýjasta helgarblaði DV.

Á að eyðileggja fyrir manni jólin?

„Jólin 1988. Eftir jólasteikina kallar mamma á mig og biður mig að koma með sér inn í herbergi af því hún ætli að segja mér svolítið. Hún sest rólega á rúmið og ég verð alveg brjálaður og segi: „Ég veit alveg hvað þú ert að fara að segja mér.“ Mamma skildi ekki neitt og ég hélt áfram: „Heldurðu að ég viti það ekki, þú ert ólétt eina ferðina enn. Á að eyðileggja fyrir manni jólin?“ Ég hafði nefnilega eignast systkini tvö ár í röð 1987 og 1988. Mamma gjörsamlega sturlaðist úr hlátri yfir öskrunum í mér og kom ekki upp orði. En hún kallaði mig inn í herbergi svo pabbi gæti komið jólagjöfinni minni fyrir undir trénu en það var risa hljómborð sem mig hafði dreymt um.“

Lestu allt um eftirminnilegar gjafir í nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“