fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fókus

Reynir Bergmann og Sólveig Ýr hætt saman

Fókus
Mánudaginn 16. desember 2019 12:00

Reynir Bergmann og Sólveig Ýr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snapparinn Reynir Bergmann og Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir eru hætt saman samkvæmt heimildum DV og eru bæði skráð einhleyp á Facebook. Reynir og Sólveig Ýr reka saman fyrirtækið Park and Fly.

Reynir bað Sólveigar á Tenerife í byrjun árs 2019. Þau eiga saman þrjár dætur. Sú yngsta er 17 mánaða og sýndi Reynir frá fæðingunni í beinni á Snapchat.

Reynir hefur einnig verið mjög opinn um baráttu sína við fíkniefni á samfélagsmiðlum og viðtölum við fjölmiðla. Hann sagði frá því á Snapchat í gær að hann væri fallinn aftur í fíkniefnaneyslu.

„Þannig er mál með vexti að ég hef verið að taka eitt og eitt hliðarskref (fall) síðustu tvö ár, þið eigið skilið að vita af því. [Ég lít svo á að fall er faraheill] og mun nú gefa í í batanum og minnka snappið töluvert á meðan. Ef maður segir ekkert er erfitt að stoppa feluleikinn.“

Reynir opnaði sig um baráttu sína við fíkniefni viðtali við DV í október 2018.

„Eftir allar meðferðirnar mínar og edrútímabilin mín þá hugsa ég alltaf þegar ég dett í það að ég geti fengið mér smá. En eftir tíu, fimmtán, átján skipti þá hefur mér aldrei tekist þetta. Samt hugsa ég þetta í skipti sautján og átján. Ég er búinn að hlaupa á þennan vegg átján sinnum. Átján sinnum sko, en samt alltaf jafn öruggur og fyrst þegar ég klúðraði þessu. Það sýnir hvað þetta er sjúkt,“ sagði hann í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Fyrirtækið var til dæmis orðið það stórt að ég réð því ekkert, fyrirtækið réð yfir mér“

„Fyrirtækið var til dæmis orðið það stórt að ég réð því ekkert, fyrirtækið réð yfir mér“
Fókus
Í gær

Hefnd Diddu Morthens – Bráðskemmtileg saga um einbeittan brotavilja sextugrar konu

Hefnd Diddu Morthens – Bráðskemmtileg saga um einbeittan brotavilja sextugrar konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar gagnrýnir gagnrýni á gagnrýni Jónasar Sen – „En það er nú bara minn smekkur“

Jón Viðar gagnrýnir gagnrýni á gagnrýni Jónasar Sen – „En það er nú bara minn smekkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur missti þriggja ára son sinn í hörmulegu slysi

Áhrifavaldur missti þriggja ára son sinn í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Haukur les upp bréfið sem hann sendi á Hildi Lilliendahl og skammast sín fyrir – „Var þetta í alvörunni ég?“

Haukur les upp bréfið sem hann sendi á Hildi Lilliendahl og skammast sín fyrir – „Var þetta í alvörunni ég?“