Tónlistarmaðurinn Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er betur þekktur, er nýjasti gestur Egils Ploders í Burning Questions hjá Áttan Miðlar.
Í þættinum segir Sturla frá því þegar hann var handtekinn og færður á löggustöð fyrir að pissa.
„Ég var einu sinni að pissa niður í bæ og var handtekinn. Ég þurfti að fara inn á löggustöð og skrifa undir játningu að ég hafi verið að pissa og svo kom í heimabankann minn sekt,“ segir Sturla.
„Í alvöru, varstu handtekinn fyrir að pissa úti? Það er reyndar rosalegt,“ segir Egill.
„Ég þurfti að fara upp í bíl og niður í löggustöð en ég hef aldrei farið í járn, en vissulega handtekinn fyrir að pissa,“ segir Sturla.
Ljót lygi
Aðspurður hvað sé skrýtnasta lygin sem hann hefur heyrt um sig svarar hann:
„Ég heyrði einu sinni ógeðslega lygi um mig. Það var gaur að ljúga að hann væri ég […] Hann var í útlöndum og hann var að segjast vera söngvari og spila lögin mín og sýndi [myndböndin mín]. Hann var bara svona ljóshærður eins og ég. Hann fór síðan heim með stelpum og leiðrétti það ekki [að hann væri ekki ég]. Það er ógeðslegt,“ segir Sturla og segir þetta hafi verið íslenskur maður.
Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
https://www.instagram.com/p/B5p7OMcgvHQ/