fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Tom Hanks átti upphaflega að leika í Friends

Fókus
Föstudaginn 15. nóvember 2019 18:30

Tom Hanks var bugaður á fertugsaldrinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freddie Prinze Jr.

Aðdáendur Friends muna eflaust eftir sjötta þætti níundu seríu, þar sem  Freddie Prinze Jr. kom fram í gestahlutverki. Freddie lék hin viðkunnalega Sandy sem ráðin var sem barnfóstra hjá Ross og Rachel, en Ross þótti það fráleit hugmynd að  karlmaður væri í slíku starfi.

Það sem fáir vita er að hlutverkið var upphaflega ætlað öðrum frægum leikara.

„Ég átti ekki einu sinni að leika Sandy, upphaflega átti hlutverkið að fara til Tom Hanks, en hann var fastur í tökum annarstaðar og náði ekki að klára í tæka tíð,“ sagði Freddie í viðtali við Entertainment Weekly nú á dögunum.

„Þannig að umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og spurði: „Viltu vera í Friends?“ Og ég sagði: „Já, ég skal vera í Friends þætti. Það væri frábært,“ rifar Freddie upp og bætir við að honum hafi þvínæst verið tjáð að hann ætti að mæta í tökur daginn eftir. Hann hafði þar af leiðandi minna en sólarhring til að leggja línurnar á minnið, og það gafst ekki einu tími í samlestur með hinum leikurunum.

Hann ber mótleikara sínum David Schwimmer vel söguna og segir hann hafa lagt sig fram við að skapa afslappað andrúmsloft á tökustaðnum.

„Hann kom til mín inn í búningsherbergið og hann var svo svalur og ástríðufullur og það var svo mikil orka í kringum hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“