fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Dularfullt hljóð fær íbúa í Háaleiti til að efast um geðheilsu sína: „Hélt að ég væri endanlega að bilast“

Fókus
Föstudaginn 1. nóvember 2019 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem nokkur fjöldi íbúa í 108 Reykjavík heyri reglulega dularfullt hljóð eða tón og þá helst á nóttunni. Innan hóps íbúa í hverfinu er vakin athygli á þessu og virðast menn enga skýringu hafa á þessu.

Það var Kristján nokkur sem vakti athygli á þessu í gær og skrifaði: „Hefur einhver orðið var við stöðugan djúpan bassatón innandyra? Ég er ekki að tala um tinitus heldur mælanlegan stöðugan tón í kringum 100 Hz. Það er sláttur í tóninum, sirka 5 slög á sekúndu. Heyrði þetta hátt í nótt.“

Það vekur athygli að hann er alls ekki sá eini sem heyrir hljóðið en flestir virðast búa í Gerðunum sem heyra hljóðið. „Ég hélt bara að ég væri endanlega að bilast, gott að vita að við erum fleiri. Ég er í Viðjugerði. Kannski auðveldara að finna orsök ef við staðsetjum okkur,“ skrifar ein kona.

Maðurinn nokkur tekur undir og segist glaður að einhver nefni þetta, hann hafi líka haldið að hann væri að missa vitið. „Já! Mikið er ég glaður. Er búinn að vera að efast um geðheilsu mína. Fann þetta aldrei í Stóragerði þar sem ég bjó frá 2004. Fluttum svo í Langagerði fyrir þremur árum og er alltaf að heyra þetta,“ segir hann.

Fyrirnefndur Kristján veltir fyrir sér hve lengi þetta hljóð hafi heyrst en því svarar einn og kemur með bombu inni í málið. „Já, margoft þau 9 ár sem við höfum búið hérna,“ segir sá og má því ætla þetta séu ekki framkvæmdir. Sá sami segist einungis heyra hljóðið á nóttunni.

Kristján varpar svo fram kenningu sem minnir helst á hryllingsmynd: „Þetta er víst hnattræn upplifun með ólíkar skýringar og margar kenningar. Mig grunar framkvæmdirnar á hitaveitunni við Sprengisand en hef ekkert fyrir mér í því.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum