fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Tommi á Búllunni byrjaði í ræktinni eftir að hafa séð Bubba Morthens beran að ofan

Fókus
Föstudaginn 18. október 2019 13:30

Tommi á Búllunni. Mynd: Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Andrés Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og hann er betur þekktur, er nýjasti gestur Birnu Maríu í GYM á Útvarp 101. Tommi og Birna María ræða málin og fara saman í ræktina. Tommi segir frá því hvernig hann byrjaði að æfa eftir að hafa séð Bubba beran að ofan.

„Árið 1981 var rokkhátíð á Broadway sem var upp í Sambíóum upp í Mjódd. Þar komu fram allir helstu rokkarar Íslands, meðal annars kom Bubbi Morthens fram með Egóinu,“ segir Tommi.

„Í miðju kafi fór hann úr að ofan og hann þarna hamaðist, söng og lét öllum illum látum. Ég horfði á hann og mér fannst hann æðislegur. Svo kom ég heim […] Ég fór úr að ofan og horfði í spegillinn, það lá við að ég færi að gráta. Ég ákvað að það væri kominn tími til að gera eitthvað.“

Tommi ætlaði sér aldrei að búa til hamborgara. Hann segist hafa byrjaði í hamborgarabransanum eftir að hafa farið í meðferð árið 1980.

„Ég fór í áfengismeðferð árið 1980 en ég var óreglusamur og mér gekk illa að fá vinnu […] Þegar ég kom úr meðferð þá gekk mér illa að fá vinnu. Einn félagi minn spurði hvort ég væri til að hjálpa honum að opna hamborgarastað og ég sagði ókei ég get gert það því ég hafði ekkert annað að gera. Mér fannst það ekki mjög spennandi. En þegar ég fór af stað þá fattaði ég það að ég fílaði hamborgara og vissi heilmikið um þá,“ segir hann.

Það var ekki aftur snúið. Í dag rekur hann sjö staði á Íslandi og tólf staði um alla Evrópu.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“