fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Tara Margrét glímdi við lystarstol á unglingsárum og leitaði aðstoðar geðdeildar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2019 08:03

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Erna Kristín Stefánsdóttir eru gestir Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Í þættinum ræða þær um líkamsvirðingu og fitufordóma.

Tara Margrét er líklegast kunnug flestum landsmönnum. Hún er stjórnarmeðlimur Samtaka um líkamsvirðingu og er ófeimin að standa upp og berjast fyrir því að allir líkamar fái þá virðingu sem þeir eiga skilið.

Sjá einnig: Tara Margrét og Erna Kristín um algengan misskilning um líkamsvirðingu og fitufordóma: „Það er alltaf heilbrigðistengt“

Tara Margrét fer yfir hvað líkamsvirðing er:

„Líkamsvirðing er í grunnin það að bera virðingu fyrir eigin líkama. Bæði hvernig hann lítur en líka hvernig hann fúnkerar. Við gefum honum að borða þegar hann er svangur, við hættum að borða þegar við erum södd. Við hreyfum hann þegar hann vill hreyfa sig og veitum honum hvíld og svo framvegis. Og við erum ekkert að reyna að þröngva honum inn í eitthvað box sem hann passar ekkert endilega í útlitslega séð. Líkamsvirðing snýst líka um að sýna líkömum annara virðingu. Þetta er ákveðin mannréttindayfirlýsing líka,“ segir Tara Margrét.

Aðspurð hvar og hvenær hennar saga í líkamsvirðingu hefst segir hún:

 „Ég var með mjög slæma líkamsímynd á mínum yngri árum sem þróaðist út í lystarstol (e. anorexiu) í kringum 16 ára aldurinn. Ég var mjög tíður gestur á geðdeildum þangað til ég var um 21 árs,“ segir Tara Margrét:

„Í kringum 2010 las ég bók sem heitir Health at every size og þar kynnist ég nýjum hugmyndum. Það opnaðist nýr heimur af einhverju sem ég vissi ekki einu sinni að væri til. Eins og einfaldar fullyrðingar eins og það sé í lagi að vera feitur. Ég upplifði rosalega mikið frelsi í kjölfarið og var mjög fróðleiksfús. Sótti allskonar þekkingu að mér og byrjaði að brenna fyrir þessu. Mig langar að gera samfélagið líkamsvirðingavænt og koma í veg fyrir að stelpur og strákar og öll kyn lendi í því sama og ég.“

Hægt er að horfa á allan þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“