fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Kanye lætur allt vaða – Handjárnaður við rúmið: „Allt verður að samsæri“

Fókus
Þriðjudaginn 28. maí 2019 18:00

Kanye West.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar þú ert í þessu ástandi ertu haldinn mikilli ofsóknarkennd. Allt verður að samsæri. Þér finnst eins og ríkisstjórnin sé að setja tölvukubba í höfuðið á þér. Þér líður eins og þú sért á upptöku alls staðar. Þú finnur fyrir öllu svona.“

Þetta segir tónlistarmaðurinn Kanye West, en hann kom aðdáendum sínum í opna skjöldu á síðasta ári þegar hann sagðist vera greindur með geðhvarfasýki.

Kanye var staddur í þætti spjallkóngsins David Letterman þar sem hann ræddi um baráttu sína við þessar truflanir og rifjaði upp hörmungarnar sem fylgdu þeim læknismeðferðum sem hann gekkst undir á sínum tíma, eins og til dæmis það að vera aðskilinn frá sínum nánustu auk þess að vera handjárnaður við rúmið.

„Fólk handjárnar þig, dópar þig upp og reynir að aðskilja þig frá öllum sem þú þekkir. Þetta er allt eitthvað sem ég er ánægður með að hafa upplifað vegna þess að ég get þá lært að breyta þessu augnabliki. Þegar þú ert í svona ástandi er mikilvægt að hafa einhvern nálægt þér sem þú treystir. Það er svo grimmt og frumstætt að beita þessum aðferðum,“ segir Kanye.

Afhúpun tónlistarmannsins kom fyrst fram formlega í textanum við lagið Yikes sem má finna á nýjustu plötunni hans, Ye, en hún var gefin út í fyrrasumar.
Í laginu er textinn svohljóðandi:

„That’s my bipolar shit
That’s my superpower nigga,
ain’t no disability
I’m a superhero!
I’m a superhero!“

Fyrir nokkrum árum fékk tónlistarmaðurinn taugaáfall og sagðist hafa gengist undir fitusog af þeirri einföldu ástæðu að hann vildi líta vel út fyrir aðdáendur sína. Eftir aðgerðina hafi hann fengið sterk verkjalyf, ópíóíða, sem hann ánetjaðist.

Geðhvarfasýki (e. Bipolar disorder eða manic-depressive disorder) er tiltölulega algengur geðsjúkdómur sem lýsir sér þannig að sjúklingurinn upplifir djúpt þunglyndi og oflæti eða maníu til skiptis.

Kanye West er fjarri því að vera eina stórstjarnan til að vera greind með geðhvarfasýki og má meðal annars nefna Mariuh Carey, Catherine Zeta-Jones, Stephen Fry og Russell Brand.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Í gær

Brotnaði niður við lærdóminn

Brotnaði niður við lærdóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina