fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Eurovision-leki afhjúpar sviðið: „Þetta er óásættanlegt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 19:30

Sviðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að leka myndbandi úr herbúðum Eurovision þar sem uppsetning sviðsins sést. Um er að ræða æfingu með staðgengli söngkonunnar Tamta frá Kýpur sem flytur lagið Replay í Eurovision-keppninni í maí.

Ef marka má athugasemdir við myndbandið eru Eurovision-aðdáendur ekki ánægðir með sviðið og finnst það alltof lítið.

„Þessi höll er of lítil. Of lítil fyrir Eurovision og sviðið lítur út eins og sviðið í X Factor,“ skrifar React Too. Notandinn Eurovision Star er sammála.

„Höllin er svo lítil. Versta sviðssetning og höll í Eurovision síðustu tíu árin. Portúgal (land með lakari fjárhag) náði að búa til æðislega sýningu í risastórri höll! Ef þeir gátu það, geta það allir. Þetta er óásættanlegt.“

Sumir eru hins vegar á því að nöldur um stærð sé óþarfi.

„Getur fólk, í guðanna bænum, hætt að væla og beðið eftir keppninni? Þetta er ömurlegt!“ skrifar notandinn HanikSheli. Þá býður Trisha Paytas upp á ímyndað samtal á milli Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og forsvarsmanna í Ísrael.

„EBU: Hve lítil á höllin og sviðið að vera í ár?
Ísrael: Já.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“
Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“