fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teiknimyndin LÓI – þú flýgur aldrei einn verður að hljómleikabíósýningu í Hofi og Hörpu í haust. Náðst hafa samningar milli framleiðanda myndarinnar og SinfoniaNord um að sýna kvikmyndina, í Hofi 22. september og í Hörpu stuttu seinna, með lifandi undirleik heillar sinfóníuhljómsveitar undir stjórn tónskáldsins Atla Örvarssonar. 

Atli Örvarsson
Mynd: Daníel Starrason

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónleikabíói en sveitin spilaði eftirminnilega undir þríleikinn Lord of the Rings þar sem þúsundir áhorfenda komu og nutu lifandi flutningsins undir ævintýramyndunum. Hljómsveitin hefur einnig leikið inn á fjölda erlendra og innlendra kvikmynda. 

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SinfoniaNord, segir að í teiknimyndinni hafi í fyrsta sinn á Íslandi verið leikin tónlist af stórri sinfóníuhljómsveit frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu líkt og gert hefur verið í rúma öld í mekka kvikmyndaiðnaðarins Hollywood.

LÓI – þú flýgur aldrei einn fjall­ar um lóu­unga sem er ófleyg­ur að hausti þegar far­fugl­arn­ir halda suður á bóg­inn og þarf að lifa af harðan vet­ur og ill­gjarna óvini til að sam­ein­ast ást­inni sinni að vori.

Myndin, sem hefur verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum yfir 60 landa, var framleidd af kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu GunHil en það var tónskáldið Atli Örvarsson sem sá um tónlistina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“