fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

SÁLFRÆÐI: Það er heilsusamlegt að gefa skít í ömurlega fjölskyldumeðlimi og hætta alveg að tala við þá

Fókus
Miðvikudaginn 9. maí 2018 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Munurinn á vinum okkar og fjölskyldu er sá að við veljum okkur vini en fæðumst einfaldlega inn í fjölskylduna án þess að hafa val.

Við veljum okkur hvorki foreldra, systkini né aðra ættingja og í sumum fjölskyldum getur munurinn á lífsviðhorfum og skoðunum orðið svo mikill að fólk rífst heiftarlega eða myndar mikla spennu og togstreitu sín á milli.

En hvenær er kominn tími á að slíta þessum eitruðu blóðböndum og halda sína leið? Hætta einfaldlega að eiga í samskiptum við ættingja.

Eftirfarandi heilræði eru samantekt frá nokkum sálfræðingum og sérfræðingum sem hafa einmitt gefið út bækur um þessi mál.

Sherrie Campbell, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Loving Yourself: The Mastery of Being Your Own Person, segir að um leið og einhverskonar ofbeldi byrji að gera vart við sig, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt, í samskiptum eða andlegt, þá sé tímabært að slíta tengslunum þrátt fyrir að um ættingja manns sé að ræða.

„Þegar sambandið byggist á stjórnsemi og „manipulation“ hvort sem er beint eða óbeint, þá máttu vita að það er langt frá því að vera heilbrigt og uppbyggilegt. Ef þú ert alltaf í kvíðakasti yfir því að þurfa að eiga í samskiptum við viðkomandi, og getur aldrei reiknað með því að þau verði á jákvæðum nótum eða notaleg, þá er tímabært að láta sér þykja það vænt um sjálfa/n sig að maður segir stopp og slítur tengslunum.“

Slæm sambönd eru skaðleg fyrir andlega og líkamlega heilsu

Jamye Waxman, er kennslufræðingur og höfundur bókar sem ber hinn ofurskýra og ómeðvirka titil – How to Break Up With Anyone: Letting Go of Friends, Family, and Everyone In-Between

Waxman vill meina að það geti hreinlega haft mjög skaðleg áhrif á líkamlega heilsu okkar að viðhalda eitruðum samskiptum við fjölskyldumeðlimi, og bara hvaða fólk sem er.

„Sambönd sem valda okkur streitu geta aukið líkurnar á of háum blóðþrýstingi, veikt ónæmiskerfið, valdið höfuð og magaverkjum, skapað svefnvandamál, minnkað sjálfstraustið og orsakað kvíða og þunglyndi. Það er semsagt gott fyrir heilsuna að gefa skít í ömurlega fjölskyldumeðlimi.“

Sherrie Campbell bendir líka á að þegar þessi eitruðu sambönd eru byrjuð að skemma fyrir okkur á mikilvægum sviðum lífsins þá sé meira en tímabært að slíta þeim. „Ef þessi neikvæðu samskipti byrja að hafa áhrif á vinnuna þína, framkvæmdaorku eða önnur svið lífsins, þá skaltu drífa þig að slíta þeim,“ segir sálfræðingurinn.

Hvernig talar maður við ósanngjarnt, erfitt og galið fólk?

Geðlæknirinn Mark Goulston, MD gaf á sínum tíma út vinsæla bók sem er líka með frábæran og mjög leiðbeinandi tiltil. Bókin heitir – Talking to Crazy: How to Deal with the Irrational and Impossible People in Your Life og í henni má einmitt finna góðar leiðbeiningar hvað þetta varðar.

Semsagt, hvernig maður á að tala við ósanngjarnt, erfitt og galið fólk. Goulston vill meina að um leið og við finnum bara neikvæðar tilfinningar bærast innra með okkur við tilhugsunina um einhverja ákveðna manneskju í lífi okkar, – eða bara þegar einhver minnist á viðkomandi, þá sé það nógu skýrt merki um að nú sé kominn tími til að losa sig við hana.

„Þessi einstaklingur er óhollur fyrir þig. Ef þú færð hnút í magann við það eitt að fá SMS, e-mail eða einhver skilaboð frá viðkomandi þá er það vísbending um að sambandið sé orðið mjög slæmt fyrir þig og því tímabært að slíta því.“

Ef amma gerir upp á milli barnanna þinna, – þá má amma *f…. * sér

Annar klínískur sálfræðingur, Steven J. Hanley, segir að um leið og samskiptin við eitruðu ættingjana séu byrjuð að trufla aðra af þínum nánustu, til dæmis maka og börn, þá sé það mikið varúðarmerki:

„Ef mamma þín fer ekki í neinar grafgötur um að hún hafi miklu meira dálæti á einu barni en ekki hinum þá er líklegast kominn tími til að taka nokkur skref til baka frá henni, – fjölskyldu þinnar vegna.“

Þá vilja allir þessir sérfræðingar einnig meina að einhliða sambönd séu engum holl. Það er að segja þegar allt snýst um líf og skoðanir annars aðilans en ekki hins.

Og ef þú átt ættingja sem gera ekki annað en að sníkja peninga og biðja um allskonar greiða, m.ö.o nota þig bara, þá skaltu bara slíta á tengslin eða bakka rækilega því þau gera þér augljóslega ekkert sérstaklega gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Í gær

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“