

Þessi skemmtilega penthouse íbúð í East Village í New York er til sölu, og verður eignin að teljast nokkuð sérstök, hún er 254 fm og skiptist í tvær íbúðir á sitt hvorri hæðinni og lítinn eins herbergis bústað á þakinu.
Byggingin er frá 1868.


Bústaðurinn er með svefnherbergi og baðherbergi, ásamt svölum með frábæru útsýni, meðal annars yfir nærliggjandi almenningsgarð.
Íbúðirnar tvær eru á efstu tveimur hæðum hússins. Önnur er með góðri lofthæð, rúmlega 5 metrum og svölum. 22 gluggar eru á íbúðinni og 2 arnar.

Hin íbúðin var stúdíó listamanns.

Fjögur svefnherbergi eru í íbúðunum tveimur.

Og fjögur baðherbergi.

Hér er stofan.


