fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Herra Hnetusmjör fékk köku í tilefni 1 milljón spilana á Upp til Hópa

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Bauer og Stefán Atli hafa sent frá sér 45 myndbandsblogg eða svokölluð VLOG.

Í þessum myndbandsbloggum hafa þeir félagar meðal annars sýnt hvernig Ingi bjó til taktinn fyrir NEINEI, spilað á stóra sviðinu á þjóðhátíð, DJ-að með Herra Hnetusmjör á Benidorm, keypt 500.000 kr myndavél, flogið til Vestmannaeyja bara til þess að kaupa páskaegg, farið í snjósleðaferð á Langjökli, kveikt í jólageit IKEA og fengið JóaPé og Króla með sér í lið.

Þeir félagar eru með yfir 8200 áskrifendur á Youtube rásinni sinni og fer fjöldi áskrifenda ört vaxandi. Ásamt því að senda frá sér myndbandsblogg spila þeir tölvuleikinn FORTNITE alla fimmtudaga og fá oft til sín góða gesti.

Í nýjasta ævintýri félagana fóru þeir með myndskreytta köku til Herra Hnetusmjörs í tilefni af því að lagið Upp til Hópa sem hann gerði með Inga Bauer fékk milljón spilanir.
Lagið Upp til Hópa er af plötunni KBE kynnir: Hetjan úr hverfinu og var fyrsta smáskífan sem kom út af plötunni sem er samtals komin með yfir 2 milljónir spilana.
Ásamt því að gæða sér á kökunni fara þeir að rökræða um hvort Stefán megi eiga PS4 derhúfu, Hnetusmjör ýtir við Stefáni og Ingi skoðar KBE bílinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku