fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Marble Crowd sýnir á stóra sviði Þjóðleikhússins

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 14:30

Mynd: Thies Rätzke

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski sviðslistahópurinn Marble Crowd sýnir verkið Moving Mountains In Three Essays á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 14. nóvember, sem hluta af fjölbreytilegri og framsækinni dagskrá sviðslistahátíðarinnar Everybody’s Spectacular.

Verkið var frumsýnt í Kampnagel leikhúsinu í Hamborg í mars á síðasta ári og fjallar um hóp listamanna sem ætla sér að flytja fjall og er sagan sögð af fimm höfundum í enn fleiri útgáfum.

Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða en verkið hlaut góðar móttökur í Þýskalandi og var tilnefnt til gagnrýnendaverðlauna hins kunna þýska Tanz Magazin fyrir uppfærslu ársins í Evrópu með sérstakri umfjöllun um hópinn.

Aðstandendur sýningarinnar eru Gunnar Karel Másson, Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson, Tinna Ottesen og Védís Kjartansdóttir.

Verkefnið er styrkt af Kulturstiftung des Bundes og Nordisk kulturfond og unnið í samvinnu við Reykjavík Dance Festival, Bora Bora Árósum, Norðurlandahúsið í Færeyjum & Decameron Festival.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir