fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Manst þú eftir tívolíinu í Hveragerði?

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 20. október 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tívolíið í Hveragerði var í fjölmörg sumur vinsæll áfangastaður barnafjölskyldna sem skemmtu sér þar í hinum ýmsu tækjum. Það hóf göngu sína árið 1986 og var þá undir stjórn Sigurðar Kárasonar. Ári síðar tók hæstaréttarlögmaðurinn Ólafur H. Ragnarson við og sá um reksturinn næstu sjö árin. Tívolíinu var síðan lokað vorið 1994 en víst er að ófáir Íslendingar eiga góðar minningar tengdar skemmtigarðinum.

„Okkur langaði að útbúa skemmtilegan stað þar sem fjölskyldur gætu komið og átt ánægjulegar stundir saman,“ sagði Ólafur í samtali við Pressuna á sínum tíma og tók fram að Kolkrabbinn hafi verið vinsælasta tækið af þeim mörgu sem þar var að finna. Ásamt fleiri tækjum var boðið upp á klessubíla, draugahús, bátatjörn og skotbakka þar sem gestir gátu freistast til þess að keppa um ýmiss konar vinninga.

Að sögn Ólafs ráku margir upp stór augu þegar heyrðist af áætlunum hans um að koma á rekstri tívolís á þessum tíma en hann bætti við að ævintýraþrá og löngun í að prófa nýja hluti hafi leitt hann á þá braut. Tívolíið var samanlagt um 6.000 fermetrar að flatarmáli, með yfir 20 metra lofthæð og rúmaði hátt í þrjú þúsund manns. Barnafjölskyldur af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu voru helstu viðskiptavinirnir.

Tívolíið naut gríðarlegra vinsælda á fyrstu árunum en með tímanum varð ævintýri Ólafs og starfsfólksins þyrnum stráð. Skemmtigarðurinn átti við rekstrarörðugleika að stríða á tíunda áratugnum og koma bresks farandtívolís til landsins bætti ekki úr skák og hafði slæm áhrif á aðsókn.

Ólafur hugsar þó til þessa tíma með mikilli hlýju og þá sé sérstaklega ánægjulegt þegar fólk gefi sig á tal við hann á förnum vegi og segi frá ánægjulegum minningum úr Tívolíinu. Þá minnist hann einnig hinna ýmsu skemmtikrafta sem létu ljós sitt skína á uppákomum í Tívolíinu, svo sem kínverskra akróbata sem léku loftfimleika fyrir gesti og gangandi og Látúnsbarkann sem vakti mikla lukku. Hinum megin við götuna var svo Eden þar sem hægt var að heilsa upp á apan Bóbó og fá sér ís.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu