fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Gamalt verður nýtt í heilsu- og forvarnaviku Suðurnesja

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðsögn og smiðja í Duus Safnahúsum

Með bættri nýtingu og endurvinnslu hluta stuðlum við að betri heimi með minni sóun og aukinni umhverfisvitund. Listasafn Reykjanesbæjar vill leggja sitt af mörkum í þessum efnum og býður í samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN upp á leiðsögn og smiðju í tengslum við sýninguna „Endalaust“ í Duus Safnahúsum. Sýningin inniheldur einungis verk úr endurunnum efnivið, þar sem hlutum sem annars yrði mögulega hent, er gefið nýtt og betra líf. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og alls 20 hönnuðir taka þátt í sýningunni.

Í dag kl. 14 hefst leiðsögn Rögnu Fróða sýningarstjóra um sýninguna þar sem hún segir frá hugmyndafræði hennar og tilurð verkanna. Leiðsögnin er öllum opin óviðkomandi því hvort fólk tekur þátt í smiðju.

Komið og gerið gamalt nýtt

Á sama tíma hefst smiðja í Bíósal Duus Safnahúsa sem ber yfirskriftina „Gamalt verður nýtt“ og stendur hún til kl. 16. Það er textílhópurinn „Þráðlausar“ sem stýra smiðjunni sem er ætluð öllum aldurshópum þar sem vefnaður og endurvinnsla koma saman til að gefa gömlum og gleymdum hlutum nýtt líf. Þátttakendur fá tækifæri til að endurbæta eða breyta einum hlut sem þeir finna heima hjá sér. Stóll eða myndarammi eru tilvaldir hlutir en einnig má nota hugmyndaflugið og koma með alls konar hluti sem er hægt að vefa inn í. Garn og efni verður til staðar sem notað verður til að vefa með.

Leiðbeinendur í smiðjunni eru þær Margrét Katrín Guttormsdóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir sem saman mynda textílhópinn Þráðlausar. 

Þær eru báðar útskrifaðar úr textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og stunda nám við Listaháskóla Íslands í hönnunardeild. 

Þráðlausar vinna að því að búa til textílverk og endurbæta gömul húsgögn með vefnaði úr endurnýttum textíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum