Hljómsveitin Árstíðir blæs til tónleika á Húrra í kvöld, föstudaginn 24 ágúst.
Tilefnið er útgáfa 5. breiðskífu sveitarinnar „NIVALIS“ sem kom út í sumar á vegum fransk/bandaríska útgáfufélagsins Season of Mist. Platan hefur hlotið einróma lof hjá gagnrýnendum bæði hér heima og erlendis, og er af flestum talin sú besta sem komið hefur frá Árstíðum. Á tónleikunum verða leikin vel valin lög af nýju plötunni í bland við eldra efni af 10 ára löngum ferli sveitarinnar.
VASI mun hefja leik á undan Árstíðum. VASI er bandarísk/rússnesk söngkona sem fyrir skemmstu gaf út myndband við lagið
„HOUSE“ sem er fyrsta lagið af væntanlegri EP plötu sem kemur út á þessu ári.