fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar

Fókus
Mánudaginn 18. júní 2018 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dópamín er taugaboðefni í heilanum og kemur víða við sögu. Efnafræðilega tilheyrir það amínum en amín eru einn meginflokkur hormóna. Hinir eru peptíð og sterar.

Dópamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi miðtaugakerfisins og sé ójafnvægi á framleiðslu þess er hætt við að sitthvað fari úr skorðum.

Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum helstu hlutverkum þess:

Í grunnkjörnum heilans kemur dópamín að stjórnun hreyfinga.

Ef það vantar verða hreyfingar skrykkjóttar og erfitt að stjórna þeim.

Þetta er lýsingin á Parkisonsveiki en skortur á dópamíni í grunnkjörnum heilans og ójafnvægi boðefna í kjölfarið er talin vera orsök einkenna Parkinsonsveikinnar.

Lyfjameðferð við veikinni gengur annað hvort út á að auka virkni dópamíns í heilanum, draga úr niðurbroti þess, bæta upp skortinn á því eða draga úr virkni ensímisins sem brýtur dópamínið niður (það er, seinka niðurbrotinu).

Of mikið dópamín getur valdið kækjum

Einnig hefur dópamín verið tengt kækjum sem fylgja Tourette-heilkenninu og er kenningin sú að of mikil dópamínvirkni í heila valdi kækjum.

Því til stuðnings hefur verið bent á að dópamínörvandi lyf geti ýtt undir kæki og dópamínhamlandi lyf geti bælt þá.

Í ennisblöðum heilans stjórnar dópamín upplýsingaflæði frá öðrum svæðum heilans.

Truflun í dópamínseyti hér getur leitt til samhengislausrar hugsunar, jafnvel geðklofa.

Dópamínskortur í ennisblöðum getur einnig leitt til minnistaps.

Hefur áhrif á tilfinningar

Í svonefndu randkerfi hefur dópamín áhrif á tilfinningar en randkerfið ræður miklu um atferli manna með áhrifum á hvatir og geðhrif.

Talið er að of mikið af efninu hér leiði til ofsóknarbrjálæðis.

Ennfremur tekur dópamín þátt í efnafræði ánægjunnar en losun efnisins í þann hluta randkerfisins sem hefur verið kallaður ánægjustöð (svæði rétt neðan við stúku heilans) framkallar ánægju.

Ánægjustöðin verðlaunar lífsnauðsynlega starfsemi svo sem át og kynlíf en hún kemur einnig við sögu í fíkninni sem tengist alkóhóli, tóbaki og ýmsum lyfjum.

Dópamín er einnig hormón seytt frá undirstúku heilans.

Meginhlutverk þess er að hindra seyti mjólkurhormóns (prólaktíns) frá heiladingli.

Dópamín er einnig notað sem lyf (Dopastat og Intropin) sem hafa áhrif á driftaugakerfið og framkallar aukna hjartsláttartíðni og hærri blóðþrýsting.

Það er því stundum notað til að lækna lágan blóðþrýsting og lost.

Þessi grein var fengin að láni af vísindavef HÍ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“
Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“