fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

HELGI JEAN: Fjögur börn, með þremur mönnum? „Mjög líklega meðvirk. Þarf að hætta að þóknast, og samþykkja sjálfa sig“

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 10. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Jean Claessen, ritstjóri og fyrirlesari, hefur verið einhleypur um nokkurt skeið og því lék FÓKUS forvitni á að vita hverju hann leitaði helst að í fari kvenna.

Gleðigjafinn Þórunn Antonía Magnúsdóttir svaraði einmitt sömu (og svipuðum) spurningum í vikunni og okkur þótti spennandi að heyra svörin frá hinum einhleypa og barnlausa athafnamanni Helga Jean sem undanfarin misseri hefur stundað jóga og hugleiðslu af gríðarlegu kappi.

Í tilfelli Þórunnar gerðum við ráð fyrir að hún væri gagnkynhneigð og spurðum því hvað hún teldi til kosta og/eða galla karlmanna en hér svarar Helgi Jean út frá þeim forsendum að um hugsanlega framtíðar eiginkonu eða ástkonu sé að ræða.

Eins og sjá má af svörum Helga er hann í allt öðrum fílíng en Þórunn. Sálfræðin og andlega hliðin virðist eiga hug hans allann og grínið því aðeins sett til hliðar.

Nema þetta sé framúrstefnulegt grín af hans hálfu? Aldrei að vita.

Hvaða tungumál (annað en íslenska) finnst þér mjög sexý og hvaða tungumál getur drepið niður allann losta?

Danskan er sexí og þýskan er off.

Enginn er fullkominn og hún gerir of mikið af einu af einverju af þessu. Ræðum:

Reykir tvo pakka af Salem Lights á dag:
Glímir við þráhyggjukenndar hugsanir. Þarf að hægja á sér. Finna sjálfsástina.

Borðar próteinduft sem lætur hana leysa óhóflega mikinn vind:
Hún er að reyna of mikið að breyta líkamanum fyrir aðra. Gæti lært að elska hann í staðinn.

Reykir kannabis úr skúringafötu tvisvar í mánuði:
Það eru til mun betri leiðir til að kljást við kvíða.

Horfir á næstum alla fótboltaleiki sem sýndir eru í sjónvarpi:
Gæti verið að forðast að rækta hæfileika sína.

Elskar unnar kjötvörur:
Gæti prófað að lesa innihaldslýsinguna – og endurskoðað ástina í kjölfarið. Annars bara flott.

Borðar engar dýraafurðir:
Meðvituð um sjálfa sig og heiminn.

(Kristinn, blaðamaður á næsta borði): Á framandi kött sem hún talar mjög mikið um, greiðir daglega og keppir með á kattasýningum:
Gæti verið að nota hann til að spegla innri líðan. Er allt sem hún segir við hann – mögulega eitthvað sem hún er að reyna að segja sjálfri sér?

Á fjögur börn, með þremur mönnum:
Mjög líklega meðvirk. Þarf að hætta að þóknast – og samþykkja sjálfa sig.

Hefur afplánað dóm fyrir búðahnupl:
Tilraun til að bæta upp lágt sjálfsmat með enn verri aðferð. Gott að vera gripinn – þá fær hún tækifæri til endurmats.

Rakar sig meira og oftar en þú:
Flott – verður að hafa það alveg eins og henni hentar.

Er mjög trúuð (múslimi, kristinn, satanisti, wiccan) og biður kvölds og morgna og fyrir hverri einustu máltíð:
Svo framarlega að hún finni hamingjuna.

Lanar og drekkur Monster til 03.00 að minnsta kosti fjórar nætur í viku:
Gæti verið á flótta undan raunveruleikanum. Raunveruleikinn er að hún er miklu meira virði en hún heldur. Eða hún er atvinnumaður í Counterstrik með milljón á mánuði. Þá bara flott.

Leikur trúð í Mjóddinni alla föstudaga og er mjög léleg í því:
Tekur sjálfri sér greinilega ekki of alvarlega og fattar djókið.

Talar við pabba sinn sjö sinnum á dag og vitnar jafn oft í hann:
Á greinilega frábæran föður.

(Kristinn á næsta borði): Skýtur múkka og drekkur íslenskt brennivín á sunnudögum:
Mögulega feimin við að finna hversu mjúkt hjarta hún er með.

Hvaða mistök gera pör helst í samböndum sínum?
Að halda að makinn sé þarna til að gera þig hamingjusama/n. Það er þitt hlutverk að gera þig hamingjusama/n. Hlutverk makans er svo að finna sína hamingju. Þannig samanstanda hamingjusömustu samböndin af tveimur hamingjusömum einstaklingum. Engin meðvirkni. Bara gaman.

Hvað á að líða langur tími frá því að fólk kynnist og þar til það fer að búa saman? Eru einhverjar reglur?
Ef það getur haft baðherbergishurðina opna – óháð númeri á aðgerð – þá er það nokkuð solid.

Veistu um eitthvað par, sem þú þekkir (eða ekki), sem er í fyrirmyndar sambandi?

Það eru allir í því sem sambandi sem þeir eiga að vera í – vegna þess að það þjónar þeirra ferðalagi. Þannig eru allir í sínu fyrirmyndarsambandi.

Hvaða eiginleikar eru mikilvægastir í fari kvenna?

Sama og í fari karla. Sjálfsást.

Er kemistría mikilvæg eða er hún eitthvað sem kemur kannski bara með tímanum?

Hjartað segir manni strax frá þessu. Bara að hlusta á það.

Hvaða leikkonu, poppstjörnu, frægu konu varstu skotin í þegar þú varst unglingur?

Strandverðir voru málið á laugardagskvöldum. Unglingsherbergi mitt skartaði plaggati af Pamelu Anderson.

Hvaða mistökum í ástarlífinu ertu búin að læra mest af?

Sambönd eru ekki þóknunarkeppni heldur tækifæri til að kynnast sjálfum sér – og maður gerir það mest með því að vera 100% heiðarlegur við makann. Gerðu lista yfir ALLT sem þú vilt ekki segja honum – og prófaðu að lesa hann upp – án þess að velta nokkuð fyrir þér útkomunni. Besta leiðin til að finna sjálfa/n sig.

Verður sumarið 2018 sumar ástarinnar?

Alveg bókað mál.

Hér má sjá mynd af Helga í góðum fílíng að bjóða knús án þess að taka peninga fyrir það á bílaplani í Kaliforníu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram