fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Hrönn Ólína afrekshjólari: „„Ég vil hvetja fólk til að prófa hjólreiðarnar“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. apríl 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GÁP er með nokkra hjólara á samningi, sem sjá um að kynna betur þær vörur sem þar fást, eins og Cannondale hjólin. Cannondale er stórt og þekkt merki á alþjóðavísu, með bæði götu- og fjallahjól, sem eru létt og góð. Cannondele býður lífsstíðarábyrgð á stellunum og hafa skapað sér sérstöðu með fjallahjólum sem eru bara með gaffall öðru megin, „kallast Lefty.“ Þannig er hjólið léttara, en í keppnum spilar þyngdin verulegu máli og í alþjóðlegum keppnum erlendis er lágmark á þyngd hjóla.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sem verður fertug í sumar, er doktor í umhverfisefnafræði og vinnur sem sviðsstjóri hjá Matís. Hrönn er aktívur orkubolti og hefur alltaf hreyft sig, en féll algjörlega fyrir hjólreiðunum þegar hún kynntist þeim árið 2013. Hún hvetur fólk til að kynna sér hjólreiðarnar sem sport og segir reyndari hjólagarpa alltaf til í að miðla til þeirra óreyndari.

„Ég og Margrét Pálsdóttir höfum tvisvar verið með kvennakvöld hjá GÁP,“ segir Hrönn. „Þá höfum við kynnt bæði hjól og fatnað. Einnig fórum við yfir hvernig á að þrífa og viðhalda hjóli og skipta um dekk. Við höfum líka verið með tvö samhjól, það seinna var fyrir rúmri viku síðan. Þar hafa mætt konur á öllum aldri, á öllum getustigum, sem er skipt niður og hjólað af stað.“

Mörg hjólafélög bjóða upp á æfingar fyrir byrjendur og Tindur, félagið sem Hrönn er í, býður til að mynda upp á opnar æfingar.

„Síðasta sumar keppti ég í öllum götukeppnum á Cannondale-hjóli og er komin á Cannondale-fjallahjól núna líka sem ég ætla að fókusera á. Í sumar eru tvær bikarkeppnir í fjallahjólum fljótlega: Morgunblaðshringurinn og Krónumótið. Íslandsmeistaramótið Vesturgatan tekur svo við,“ segir Hrönn, sem mun hins vegar missa af síðasta bikarmótinu sem er í lok ágúst.

Hrönn keppti í Uphill-mótinu í vetur og varð í öðru sæti. „Já ef ég hef tíma og möguleika,“ svarar Hrönn aðspurð um hvort að hún sé farin að keppa í öllum hjólakeppnum hérlendis. „Í sumar forgangsraða ég fjallahjólakeppnunum og tek síðan þátt í þeim götukeppnum sem ég kem fyrir í dagskránni,“ en Hrönn er farin að skipuleggja sumarið eftir keppnum, til dæmis hefur hún hliðrað sumarfríinu til að geta tekið þátt í Bláalóns-þrautinni í byrjun júní.

„Í fyrra gat ég því miður ekki tekið þátt. Ég forgangsraðaði fjölskyldunni, þar sem að það var verið að gæsa systur mína. Að fólk taki ekki tillit til þess að maður þurfi að hjóla,“ segir Hrönn og hlær. „Svo gifti hún sig sömu helgi og Íslandsmeistaramótið var í götuhjólreiðum og bað mig meira að segja að vera veislustjóra.“

Hvetur fólk að reyna hjólreiðarnar

„Ég vil hvetja fólk til að prófa hjólreiðarnar. Ísland er kjörið land fyrir fjallahjólreiðarnar, náttúran hér er alveg geggjuð. Endilega að mæta í hjólafélögin, það eru allir velkomnir og vel tekið á móti nýjum félögum,“ segir Hrönn og segir nýja „idolið“ sitt nýjan hjólafélaga sem orðinn er sjötugur og nýbyrjaður í sportinu. Það er því ljóst að hjólreiðar eru fyrir alla og um að gera að hjóla sér bara af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum