fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Arcade Fire með tónleika á Íslandi í sumar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar


Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire hefur boðað komu sína til Íslands í fyrsta sinn og verður með tónleika í Laugardalshöllinni þann 21. ágúst næstkomandi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Þorsteini Stephensen, eiganda Hr. Örlygs, en miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn 17. apríl.

Í tilkynningunni segir Þorsteinn að þetta verði einstök upplifun. „Ekki nóg með það að þetta sé mögnuð tónleikasveit, þá eiga þau svo mörg góð lög og höfða til svo breiðs hóps.”

Þetta verða síðustu tónleikarnir á Everything Now tónleikaferðalaginu þeirra og þau munu hljómsveitarmeðlimir nota tækifærið og ferðast um Ísland í kjölfarið.

Allt frá útgáfu fyrstu plötunnar, Funeral frá árinu 2004, hefur hljómsveitin skipað sér sess með fremstu rokkböndum heims. Upp frá því hefur hún þróað hljóm sinn með fjórum plötum til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now sem gefin var út á síðasta ári, en allar þessar plötur hafa verið tilnefndar til Grammy-verðlauna í flokknum Best Alternative Music Album. Áhrif hljómsveitarinnar Arcade Fire eru raunar slík að hún hefur meðal annars verið kölluð „bjargvættur indírokks“ af The Guardian.

„Ég ætla að leyfa mér að spá að þetta verði einhverjir þeir bestu tónleikar sem nokkurn tímann hafa verið haldnir á Íslandi,” bætir Þorsteinn við.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af Arcade Fire flytja lagið Everything Now af samnefndri plötu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“