fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FókusFréttir

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mörgum myndi hrylla við það hráefni sem Katla Ásgeirsdóttir notar í myndlist sinni. Hún hefur málað tíu myndir með eigin túrblóði en verkin eru til sýnis í Háskóla Íslands, þar sem Túrdagar eru standa yfir. Katla teiknar svo kvenlíkama ofan í blóðið.

Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu. „Ég er búin að nota álfabikarinn lengi. Þegar maður losa úr bikarnum horfir maður á blóðið renna og mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð, það er ekkert ógeðslegt við það,“ segir Katla í samtali við Fréttablaðið.

Katla segir að ríkjandi viðhorf sé að túrblóð sé bannsvæði. „Eftir að ég eignaðist strákinn minn þá var ég rosalega mikið að pæla í því hversu mikils það væri ætlast af líkömum kvenna og hvernig við eigum að gera þessa stórkostlega erfiðu hluti sem reyna á líkama okkar og á sama tíma standa frammi fyrir gífurlegum samfélagslegum þrýstingi um að falla að  einhverri óraunhæfri staðalímynd,“ segir Katla við Fréttablaðið.

Katla segir að strákurinn hennar hafi gaman af myndunum. „Þegar vinir hans koma í heimsókn þá bendir hann á þetta og segir þeim að þetta sé blóð […]Stundum þegar hann vaknar á morgnana þá liggja pappírsarkir ataðar blóði á gólfinu að þorna. Ég hef allavega haft áhrif á eina manneskju sem verður ekki hrædd við túrblóð í framtíðinni,“ segir Katla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd