fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
FókusKynning

Sara Björk í lið með Heklu

SAMSTARFSSAMNINGUR MILLI HEKLU OG SÖRU BJARKAR UNDIRRITAÐUR

Berglind Bergmann
Miðvikudaginn 14. júní 2017 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg, undirritaði nýlega samstarfssamning við Heklu. Sara Björk, sem mætti ásamt liðsfélögum sínum, landsliði Brasilíu á Laugardalsvelli fyrr í vikunni áritaði myndir og keppnistreyjur hjá Heklu þegar samningurinn var undirritaður, auk þess sem hún spjallaði við gesti og gangandi.

Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum afar stolt af íslensku fótboltastelpunum okkar og höfum mikla trú á þeim. Við erum því einstaklega ánægð með samstarfssamninginn við Söru Björk sem er frábær fyrirmynd,“ segir Jóhann Ingi Magnússon sölustjóri Volkswagen.

Samstarfssamningurinn felur í sér margvíslegt samstarf þessara tveggja aðila, en megintilgangurinn er engu að síður beinn og óbeinn stuðningur við Söru Björk. Hekla telur mikilvægt að styðja við íslenska kvennaknattspyrnu og íslenskar knattspyrnukonur. Sara Björk er sannur leiðtogi innan vallar sem utan og er fyrirmynd fjölmargra. Með stuðningi við hana vonast Hekla til að stuðla að áframhaldandi frábærum árangri Söru Bjarkar og félaga hennar.

„Það er mér mikil ánægja að geta kynnt samstarf við Heklu á Íslandi. Ég keyri um á Volkswagen út í Þýskalandi og nú líka þegar ég er hérna á Íslandi,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir og hvetur alla til að mæta á völlinn þegar hvetja þarf íslensku landsliðin til dáða.

Hekla býður Söru Björk velkomna í Volkswagen fjölskylduna á Íslandi og hlakkar til samstarfsins í framtíðinni.

Áfram Ísland!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7