fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Einræðið sækir í sig veðrið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. mars 2018 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerðist um daginn og fór ekkert sérlega hátt að forseti Kína hefur tekið sér einræðisvald. Það eru ekki lengur nein takmörk á því hvað Xi Jinping getur setið lengi í embætti – hann getur verið þar eins lengi og honum sýnist nema klíkubræður hans í Kommúnistaflokknum ákveði að gera hallarbyltingu.

Heimurinn er ekki beint að þokast í átt til lýðræðis.

Á morgun verður Vladimir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands í kosningum sem eru í raun ekki annað en skrípaleikur. Það hefur verið komið í veg fyrir að pólitískir andstæðingar Pútíns nái að bjóða fram. Þeir fá heldur ekki tíma í fjölmiðlum. Þetta er svo öruggt að Pútín hefur varla nennt að reka kosningabaráttu.  Hin eina sem er óljóst í þessum kosningum er hversu margir greiða atkvæði. Lítil kjörsókn gæti reynst pínleg fyrir forsetann. En eftirlitið með kosningunum er mjög lélegt, svo tölunum er tæplega treystandi.

Erdogan, forseti Tyrklands, gerist sífellt ófyrirleitnari. Hann er nú kominn í stríð gegn Kúrdum inni í Sýrlandi. Það er ójafn leikur. Tyrkland býr yfir miklum hernaðarmætti. Fjöldi blaðamanna situr í fangelsi í Tyrklandi, sumir hafa meira að segja fengið lífstíðardóma. Það er sagt að ferðamannaiðnaðurinn í Tyrklandi muni ná sér aftur fullkomlega á strik á þessu ári, en miðað við fréttirnar sem berast frá landinu er erfitt að trúa því.

Við höfum hinn skelfilega Donald Trump í Hvíta húsinu. Mestur tími hans virðist reyndar fara í að hreinsa burt þá sem honum mislíkar við – rétt eins og þegar hann var með sjónvarpsþáttinn The Apprentice. Þannig virka bandarísk stjórnmál þessa dagana eins fjarstæðukennt raunveruleikasjónvarp. Verri auglýsingu fyrir lýðræðið er varla hægt að hugsa sér.

Það er líka merkilegt að margir þeirra sem hrífast af Trump eru snoknir fyrir leiðtogunum sem sækjast eftir einræði – þar er ákveðið sniðmengi. Tiltrúin á lýðræðinu er svo lítil að óvinir þess eiga sér furðulega marga formælendur á Vesturlöndum, sama hvaða fantaskap og fúlmennskubrögðum þeir beita.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn