fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Þegar Ísland var óligarkí

Egill Helgason
Laugardaginn 28. mars 2009 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð flutti söguskýringu í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. (Maður hefur líka séð henni bregða fyrir í greinum eftir Hannes.)

Hún er sú að upphaf ógæfunnar og hrunsins sé í fjölmiðlalögunum sem ekki voru samþykkt á sínum tíma.

Þannig sé þetta í raun allt Samfylkingunni og Baugi að kenna.

Ekki til dæmis í einkavæðingu bankanna sem var handstýrt í hendurnar á sérvöldum vildarvinum stjórnarflokka þess tíma.

Eða í því hvernig bankarnir fengu síðan að blása út nánast eftirlitslaust – án þess að nokkur virðist hafa skilið almennilega hvað var að gerast.

Því í raun má segja að fjármálamennirnir hafi nánast alfarið tekið yfir stjórn landsins á fyrstu árum aldarinnar og þeir héldu þeim þar til allt hrundi í október.

Stjórnmálamennirnir gáfu völdin eftir – þeir gátu yljað sér við hugmyndina um að hér yrði fjármálaparadís eins og mátti lesa um í bókum Hannesar og í skýrslu sem var gerð fyrir Halldór Ásgrímsson.

Þetta var tíminn þegar Ísland var ólígarkí. Eins og ég hef áður sagt er hugsanlegt að það hafi á síðustu metrunum breyst í kleptrókratí.

Vissulega hefðum við þurft beittari fjölmiðla. Ég veit ekki hvað viðskiptaritstjórar útrásartímans fengu að launum fyrir gagnrýnisleysið; kannski var nóg fyrir þá að hafa símanúmer víkinganna í minninu hjá sér. Það gæti hafa verið næg umbun. Sumir virðast hafa fengið eitthvað meira.

En þá má líka geta þess að Þjóðhagsstofnun hafði verið lögð niður. Eftir það vorum við upp á náð og miskunn greiningardeilda bankanna komin með upplýsingar um hagkerfið.

Það reyndist afar illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun