fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Skatta-Bjarni kominn á kreik

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. október 2018 16:30

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðherrar hafa í gegnum tíðina fengið viðurnefni tengd sköttum. Var Ólafur Ragnar til dæmis kallaður Skattman og Steingrímur J. kallaður Skattgrímur. Nú þykir mörgum sem ný persóna, Skatta-Bjarni, sé kominn á kreik.

Viðurnefnið var í deiglunni vegna mikillar innheimtu fyrir vegamál en aðeins hluti af þeim var nýttur í samgöngubætur. Einnig hefur hann nefnt að aukin gjaldtaka eða vegatollar komi til greina.

Nú er hávær krafa uppi um hækkun skattleysismarka, meðal annars frá verkalýðsfélögunum, og hafa bæði hægri og vinstri menn talað fyrir því. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir þessu eru Ólafur Ísleifsson og Jón Magnússon, gamlir samherjar Bjarna.

Hinn síðarnefndi gagnrýnir ráðherrann og segir flokkinn farinn að snúast gegn grunnstefnu sinni. Í staðinn sé það verkalýðshreyfingin, sem áður vildi stækka báknið, sem þrýsti á um skattalækkanir. Á meðan streitist ráðherra við skattalækkanir og finnur þeim allt til foráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi