fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026

Hinn óþægilegi sannleikur

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. febrúar 2020 10:33

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að stjórnmálamönnum hætti stundum til að fela sannleikann, alltént leggi ekki mikið á sig til að upplýsa um hann að óþörfu ef það þjónar ekki þeirra hagsmunum.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, skrifar í Morgunblaðið í vikunni um niðurstöður samantektar á þróuninni á þjónustu heilsugæslustöðva milli áranna 2014 -2019.

Yfirskriftin er „traust heilsugæsla“ og ber Svandís mikið lof á heilsugæslustöðvarnar sem hafi bætt aðgengi sitt og þjónustu.

Hún vitnar einnig í þjónustukönnun sem Maskína gerði fyrir Sjúkratryggingar Íslands fyrir heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem í ljós kom að notendur beri almennt mikið traust til heilsugæslunnar, eða 74% og alls 79% séu ánægðir með þjónustuna. Þá telji 90% viðmót og framkomu starfsfólksins vera gott.

Það sem vekur þó mesta athygli er það sem Svandís lætur ósagt látið um könnunina.

Í greininni virðist Svandís alveg gleyma að minnast á, að þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts í könnuninni, eru einkareknar. Alls fjórar af þeim fimm heilsugæslum sem nutu mesta traustsins eru einkareknar. Meðaleinkunn einkareknu stöðvanna í könnuninni var 4.09 en einkunn þeirra sem reknar eru af hinu opinbera var 3.91.

Það var líka annað sem Svandís gleymdi að minnast á.

Þátttakendur þuldu nefnilega upp þau atriði sem mætti bæta í þjónustunni. Nefndu flestir styttri biðtíma, aukið aðgengi að læknum í gegnum síma, og aukna rafræna þjónustu, en Svandís taldi það ekki eiga heima í grein sinni.

Svandís hefur barist hart gegn hugmyndum um frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og vill þess í stað setja nægjanlegt fjármagn í opinbera kerfið, landsmönnum öllum til heilla. Hún hefur hinsvegar hlotið gagnrýni fyrir að setja hins vegar ekki nægjanlegt fjármagn í kerfið, með þeim afleiðingum meðal annars að biðlistar eftir liðskiptiaðgerðum hafa margfaldast. Í stað þess að semja við einkaaðila um aðgerðir, eru sjúklingar sendir til Svíþjóðar, en kostnaðurinn við það er sagður þriðjungi hærri en ef aðgerðirnar væri framkvæmdar hér á landi.

Sjá nánar: Einkareknar heilsugæslustöðvar njóta mesta traustsins hjá Íslendingum – Skora hærra en ríkisreknar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan í Utah telur sig spara tíma með gervigreind – Skýrsla sagði lögreglumann hafa breyst í frosk

Lögreglan í Utah telur sig spara tíma með gervigreind – Skýrsla sagði lögreglumann hafa breyst í frosk
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Helgi keypti þjónustu vændiskonu sama kvöld – Síminn hans hefur ekki fundist

Hafnarfjarðarmálið: Helgi keypti þjónustu vændiskonu sama kvöld – Síminn hans hefur ekki fundist
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Home Alone-stjarna gripin við að kaupa vændi

Home Alone-stjarna gripin við að kaupa vændi
EyjanFastir pennar
Í gær

Óttar Guðmundsson skrifar: Ævisögur

Óttar Guðmundsson skrifar: Ævisögur
Fréttir
Í gær

Helgi Bjartur ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði

Helgi Bjartur ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði
433Sport
Í gær

Vilja breyta vellinum og gera hann einn þann flottasta í heimi

Vilja breyta vellinum og gera hann einn þann flottasta í heimi
433Sport
Í gær

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði