fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Lukkupottur stjórnarflokkanna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 13:32

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að stjórnarflokkarnir á Alþingi brosi sínu blíðasta þessa dagana, áhyggjulausir með eindæmum. Virðast þeir hafa dottið í pólitískan lukkupott er nefnist Klaustur bar. Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins hefði ekki getað teiknað upp betri atburðarrás en Klaustursmálið og má þykja undarlegt að sú samsæriskenning hafi ekki fengið að fljúga, nóg er um samt.

Ástæðan er auðvitað sú að moldviðrið sem Klaustursmálið hefur þyrlað upp er svo þykkt og drullugt, að það byrgir flestum sýn þegar horft er í átt að stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum, beinir athyglinni að því sem minna máli skiptir, í hinu stóra samhengi.

Og auðvitað styðja stjórnarflokkarnir Miðflokkinn við sitt pólitíska Hara kiri, eins og að leggja fram frávísunarkröfu á tillögu stjórnarandstöðunnar í umhverfis- og samgöngunefnd, um að setja Bergþór Ólason af sem formann. Björn Leví, þingmaður Pírata, sagði nefndina óstarfhæfa meðan ástandið er eins og það er.

Og þá er vert að nefna til sögunnar Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hann er einmitt sá hinn sami og lagði til hugmyndina um veggjöld í ráðherratíð sinni, sem voru einmitt til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Og hver skyldi nú vera 1. varaformaður nefndarinnar, sem stýrði fundinum í morgun undir lok hans og mun væntanlega vera raunformaður nefndarinnar meðan styrinn stendur um Bergþór? Jú, rétt til getið, Jón Gunnarsson.

Það gæti þó brugðið til beggja vona, enda verður það að teljast pólitísk áhætta hjá stjórnarflokkunum að verja Klaustursþingmennina með slíkum hætti.

Orðið á götunni er einnig að Lilja Alfreðsdóttir sé ekki sérlega kát með þann skort á stuðningi sem hún fær hjá félögum sínum í stjórnarflokkunum. Ljóst er að hún hefur tekið orð Klaustursþingmannanna afar nærri sér og kallar þá ítrekað ofbeldismenn. Ekki einu sinni Líneyk Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sá sér fært að svo mikið sem sitja hjá í atkvæðagreiðslunni í morgun, heldur kaus hún með frávísunartillögu Jóns Gunnarssonar, til varnar Bergþóri Ólasyni, sem viðhafði býsna viðbjóðsleg orð um Lilju og líkama hennar á Klaustri.

Vert er við það tækifæri að rifja upp hin ódauðlegu orð Madeleine Albright, fyrsta kven- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir konur sem styddu ekki aðrar konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum