fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Lukkupottur stjórnarflokkanna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 13:32

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að stjórnarflokkarnir á Alþingi brosi sínu blíðasta þessa dagana, áhyggjulausir með eindæmum. Virðast þeir hafa dottið í pólitískan lukkupott er nefnist Klaustur bar. Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins hefði ekki getað teiknað upp betri atburðarrás en Klaustursmálið og má þykja undarlegt að sú samsæriskenning hafi ekki fengið að fljúga, nóg er um samt.

Ástæðan er auðvitað sú að moldviðrið sem Klaustursmálið hefur þyrlað upp er svo þykkt og drullugt, að það byrgir flestum sýn þegar horft er í átt að stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum, beinir athyglinni að því sem minna máli skiptir, í hinu stóra samhengi.

Og auðvitað styðja stjórnarflokkarnir Miðflokkinn við sitt pólitíska Hara kiri, eins og að leggja fram frávísunarkröfu á tillögu stjórnarandstöðunnar í umhverfis- og samgöngunefnd, um að setja Bergþór Ólason af sem formann. Björn Leví, þingmaður Pírata, sagði nefndina óstarfhæfa meðan ástandið er eins og það er.

Og þá er vert að nefna til sögunnar Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hann er einmitt sá hinn sami og lagði til hugmyndina um veggjöld í ráðherratíð sinni, sem voru einmitt til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Og hver skyldi nú vera 1. varaformaður nefndarinnar, sem stýrði fundinum í morgun undir lok hans og mun væntanlega vera raunformaður nefndarinnar meðan styrinn stendur um Bergþór? Jú, rétt til getið, Jón Gunnarsson.

Það gæti þó brugðið til beggja vona, enda verður það að teljast pólitísk áhætta hjá stjórnarflokkunum að verja Klaustursþingmennina með slíkum hætti.

Orðið á götunni er einnig að Lilja Alfreðsdóttir sé ekki sérlega kát með þann skort á stuðningi sem hún fær hjá félögum sínum í stjórnarflokkunum. Ljóst er að hún hefur tekið orð Klaustursþingmannanna afar nærri sér og kallar þá ítrekað ofbeldismenn. Ekki einu sinni Líneyk Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sá sér fært að svo mikið sem sitja hjá í atkvæðagreiðslunni í morgun, heldur kaus hún með frávísunartillögu Jóns Gunnarssonar, til varnar Bergþóri Ólasyni, sem viðhafði býsna viðbjóðsleg orð um Lilju og líkama hennar á Klaustri.

Vert er við það tækifæri að rifja upp hin ódauðlegu orð Madeleine Albright, fyrsta kven- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir konur sem styddu ekki aðrar konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley