fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Eyjan

Siðferði þingmanna í sviðsljósinu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. maí 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn hafa verið önnum kafnir við að auka trú og traust á þingið undanfarna mánuði. Svo mjög að nauðsynlegt þótti að stofna sérstaka siðanefnd til að yfirfara orð og gjörðir þeirra. Siðanefndin fundaði í gær, fimmtudag, og það voru mörg mál á dagskrá.

Fyrst ber að nefna mál ábótanna á Klaustri, sem hafa passað vel upp á að halda málinu í sviðsljósinu, enda er góð þráhyggja gulli betri. Þá má ekki gleyma máli Ágústs Ólafs Ágússonar, þingmanns Samfylkingar, sem sakaður er um kynferðislega áreitni.

Loks var á dagskrá siðanefndar ógleymanleg deila Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Pírara um akstursgreiðslur. Ásmundur krafðist þess að ummæli þeirra Björns Leví Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í sinn garð yrðu skoðuð, enda væri þar um ærumeiðingar að ræða.

Jón Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, stýrði fundi siðanefndar í gær sem eflaust var fjörugur og upplýsandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening