fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Verst varðveitta leyndarmálið

Orðið
Föstudaginn 9. febrúar 2018 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að aksturspeningamál ónefnda þingmannsins sé eitt verst varðveitta leyndarmálið í dag. Þingmaðurinn sem á í hlut heitir Ásmundur Friðriksson og samkvæmt upplýsingum þingsins fékk hann um 4,6 milljónir í endurgreiðslur á síðasta ári. Margir hafa hneykslast á þessu og benda á að þingmenn fái ýmsar aðrar sporslur, þó ekki sé verið að borga þeim líka fyrir að aka í vinnuna.

Um þetta má segja ýmislegt. Aksturspeningakerfi þingsins er og hefur alltaf verið meingallað. Þannig hafa þingmenn haldið aksturspeningadagbækur þar sem þeir færa akstur sinn sem tengist starfinu. Talið er eðlilegt að þessi kostnaður fáist endurgreiddur. Þetta gildir aðallega um þingmenn utan Reykjavíkur. Þannig fá t.d. þingmenn sem búa á Suðurnesjum greitt fyrir allan akstur til og frá vinnu, auk þess sem þingmenn fá greitt fyrir allan akstur sem tengjast fundum og öðru sem til fellur. Eftirlit með þessu er nánast ekkert. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að einstakir þingmenn geti skráð hjá sér ferðir út í búð á kvöldin, eða ef þeir fara í fermingarveislur hjá ættingjum í næsta hreppi. Einstaka sinnum hafa starfsmenn þingsins gert athugasemdir við slíkar skráningar, en það heyrir til undantekninga.

Oft er farið á fundi úti á landi og þá hefur borið á því að menn hafi ekki viljað sameinast um bíla í sparnaðarskyni, heldur notað eigin bíl til að geta skráð aksturskostnað.  Auðvitað gildir þetta ekki um alla þingmenn, flestir fara eftir þeim reglum sem settar eru. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta kerfi er aksturshvetjandi.

Ásmundur Friðriksson má þó eiga eitt. Fáir þingmenn hafa verið í betri tengslum við sína kjósendur en einmitt hann. Þannig hefur Ási gjarnan vaknað fyrr en flestir aðrir á morgnana og brunað um hið víðfeðma Suðurkjördæmi að hitta sjálfstæðismenn. Það virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á mætingu hans í þinginu. Og það sem meira er – þessi elja hefur tryggt Ásmundi góða kosningu oftar en einu sinni í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur riftir samningi Lundemo

Valur riftir samningi Lundemo