fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

Eigendaskipti og forstjórinn hættur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að tilkynnt verði um nýja eigendur Íslenska gámafélagsins í vikunni, jafnvel strax á morgun. Forstjóri Íslenska gámafélagsins, Haukur Björnsson, hefur þegar látið af störfum hjá fyrirtækinu, samkvæmt tölvupósti sem starfsmenn fyrirtækisins fengu í gær. Er málið sagt allt hið undarlegasta, að starfslok forstjórans hafi borið að með svo skyndilegum hætti, en Haukur ku hafa sagt upp þegar fyrirtækið fór í söluferli. En nú þegar það ferli sé á lokametrunum, hafi Haukur fyrst tilkynnt starfsfólkinu um starfslok sín.

Starfsmenn hafa engar upplýsingar fengið um nýja eigendur, annað en að tilkynnt verði um þá fljótlega.

Fyrirtækið fór í söluferli í sumar og hefur fyrirtækjaráðgjöf Kviku haft umsjón með ferlinu. Þá er allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, sem er dótturfyrirtæki Íslenska gámafélagsins, einnig til sölu.

Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og fagfjárfestasjóðsins Auðar I, sem er í rekstri hjá Kviku. Jón Þórir Frantzon er stærsti hluthafi Gufuness og einnig stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins.

Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og starfa um 300 manns þar í dag víða um land. Eigið fé fyrirtækisins nam 1,7 milljörðum í lok árs í fyrra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld