fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026

Eigendaskipti og forstjórinn hættur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að tilkynnt verði um nýja eigendur Íslenska gámafélagsins í vikunni, jafnvel strax á morgun. Forstjóri Íslenska gámafélagsins, Haukur Björnsson, hefur þegar látið af störfum hjá fyrirtækinu, samkvæmt tölvupósti sem starfsmenn fyrirtækisins fengu í gær. Er málið sagt allt hið undarlegasta, að starfslok forstjórans hafi borið að með svo skyndilegum hætti, en Haukur ku hafa sagt upp þegar fyrirtækið fór í söluferli. En nú þegar það ferli sé á lokametrunum, hafi Haukur fyrst tilkynnt starfsfólkinu um starfslok sín.

Starfsmenn hafa engar upplýsingar fengið um nýja eigendur, annað en að tilkynnt verði um þá fljótlega.

Fyrirtækið fór í söluferli í sumar og hefur fyrirtækjaráðgjöf Kviku haft umsjón með ferlinu. Þá er allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, sem er dótturfyrirtæki Íslenska gámafélagsins, einnig til sölu.

Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og fagfjárfestasjóðsins Auðar I, sem er í rekstri hjá Kviku. Jón Þórir Frantzon er stærsti hluthafi Gufuness og einnig stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins.

Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og starfa um 300 manns þar í dag víða um land. Eigið fé fyrirtækisins nam 1,7 milljörðum í lok árs í fyrra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

„Einn af fáum sem ég nenni að hlusta á tala um fótbolta“

„Einn af fáum sem ég nenni að hlusta á tala um fótbolta“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Goddur lést á Biskupstungnabraut

Goddur lést á Biskupstungnabraut
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu

Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla