fbpx
Sunnudagur 21.september 2025

Fer Kristján „norsku leiðina“ fyrir Samherja?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að mikil reiði ríki meðal stuðningsmanna Samherja í garð Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnvaldssekt bankans upp á 15 milljónir í garð þessa stærsta útgerðarfélags landsins, sem hagnaðist um 14,4 milljarða árið 2017, fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Hefur Þorsteinn Már, forstjóri Samherja, látið hafa eftir sér að hann búist við því að Már endi á bak við lás og slá vegna málsins.

Einn lögfræðinga Samherja hefur vakið máls á því á opinberum vettvangi, að Már Guðmundsson hafi lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að mistök hans komi í ljós, sem innan sviga er sagður jafnvel vera ásetningur.

Þá segir lögfræðingurinn einnig að frændur okkar norðmenn hafi þann háttinn á, að banna stjórnvöldum að gefa í skyn sekt manna í þeim málum þar sem annað hvort hafi verið sýknað, eða mál látið falla niður.

Segir lögfræðingurinn að það væri óskandi að slíkt lagaákvæði væri til hér á landi.

Orðið á götunni er að fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að slíkt lagaákvæði líti dagsins ljós á kjörtímabilinu.

Kunningsskapur Þorsteins Más og Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, er ekkert leyndarmál. Kristján hefur farið í túra fyrir Samherja auk þess sem hann er fyrrum stjórnarformaður félagsins og stjórnarmaður. Sjálfur hefur Kristján viðurkennt að hafa þekkt Þorstein síðan þeir voru ungir menn.

Þar sem er vilji, þar er vegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Giggs segir upp störfum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta setur nýja stranga reglu – Kostar leikmenn allt að 200 þúsund krónum á leikdegi

Arteta setur nýja stranga reglu – Kostar leikmenn allt að 200 þúsund krónum á leikdegi
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

„Þetta eru veiðigjöld bankakerfisins“

„Þetta eru veiðigjöld bankakerfisins“
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Brúsablæti Hildar kemur okkur í spreng – „Það er ekki pláss fyrir okkur þrjú hérna“

Brúsablæti Hildar kemur okkur í spreng – „Það er ekki pláss fyrir okkur þrjú hérna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð
EyjanFastir pennar
Í gær

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál
Pressan
Í gær

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar