fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Mun forsætisráðherra segja af sér?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 27. maí 2018 17:00

Katrín Jakobsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Vinstri græn beri titilinn taparar kosninganna í gær, hrakleg niðurstaða flokksins í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði segir allt sem segja þarf í þeim efnum.

Þess vegna var ekki óeðlilegt, að Egill Helgason sjónvarpsmaður skyldi spyrja Líf Magneudóttur, oddvita VG í borginni, í Silfrinu í morgun hvort hún væri að íhuga stöðu sína.

VG fékk 4,6% í kosningunum, tapaði næstum helmingi síns fylgis frá síðustu kosningum og fékk verstu útkomu í sögu flokksins þegar kemur að borgarstjórn Reykjavíkur.

Orðið á götunni er að önnur stjórnmálakona hljóti einnig að íhuga stöðu sína eftir kosningaúrslit næturinnar. Það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sá með berum hætti hvers konar tjón það er fyrir flokkinn að hafa myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.

Þekkt er að Halldór Ásgrímsson sagði af sér sem forsætisráðherra eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 og axlaði þannig ábyrgð á slæmri stöðu Framsóknarflokksins í kosningunum. Samt var niðurstaðan fyrir Framsókn þá ekki verri en fyrir Vinstri græn nú.

Spurningin er: Mun Katrín Jakobsdóttir axla sína ábyrgð og segja af sér? Að minnsta kosti er ljóst að forystuflokkurinn í ríkisstjórn er það aðeins að nafninu til eftir tíðindi næturinnar. VG hefur ekki lengur lýðræðislegt umboð til að halda stóli forsætisráðherra, það gefur auga leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður