fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Feluleikur

Orðið
Fimmtudaginn 12. október 2017 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að sumir stjórnmálaflokkar séu í feluleik með ákveðna stjórnmálamenn til að koma sér ekki í klandur fyrir kosningar. Töldu margir víst að Vinstri græn myndu fela Steingrím J. Sigfússon, oddvita sinn til áratuga í Norðausturkjördæmi, fram yfir kosningar. Svo var ekki og mætti hann, eins og frægt er orðið, í pallborðsumræður fyrir hönd flokksins í Menntaskólanum á Akureyri í vikunni og gerði flokknum engan greiða. Verður Steingrímur því líklega í felum til 29. október næstkomandi.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nýverið að hann hefði verið beðinn um að fara í felur og einbeita sér að kökuskreytingum. Það varði ekki lengi og lætur Brynjar eins og ekkert hafi í skorist á Fésbók. Enda er um að ræða mann sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.

Enn á eftir að koma í ljós hvort Miðflokkurinn fari í feluleik. Gunnar Bragi Sveinsson fékk ekki oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi en það á eftir að koma í ljós hvort hann dúkki upp annarsstaðar á landinu. Svo er alltaf spurningin hvort Miðflokkurinn tefli fram frambjóðendum úr Samvinnuflokknum eða hvort allir þaðan verði faldir fyrir kjósendum.

Svo er spurning hvort Viðreisn sé í feluleik. Benedikt Jóhannesson stofnandi flokksins verður ekki formaður flokksins þar sem flokkurinn telur vænlegra að tefla fram Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem formanni í stað Benedikts. Athygli vekur að varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, varð ekki formaður eins og venja er með varaformenn. Einnig er það orðið á götunni að flokkurinn hafi farið gegn eigin reglum um að einstaklingar af gagnstæðu kyni séu í formanns og varaformannsembætti. Það á nú eftir að koma í ljós hvort Benedikt verði falinn fram að kosningum og hvort Viðreisn fái fleiri atkvæði með Þorgerði Katrínu í brúnni eða ekki.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað