fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025

Fer Davíð í borgina?

Orðið
Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 11:20

Davíð Oddsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, fv. borgarstjóri og forsætisráðherra.

Orðið á götunni er að sífellt fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík horfi til ritstjóra Morgunblaðsins í örvæntingarfullri leit sinni að kandídat sem geti leitt flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum og fellt meirihluta Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Eyðimerkurganga Sjálfstæðisflokksins í borginni er orðin æði löng og Reykjavík er sannarlega ekki lengur það krúnudjásn í valdakerfinu í Valhöll sem áður var. Nú er staðan sú, að þrátt fyrir verulegar óvinsældir meirihlutans, er fátt sem bendir til þess að minnihluti sjálfstæðisflokksins og framsóknarmanna nái vopnum sínum. Sem verður að teljast með nokkrum ólíkindum.

Og þá er horft til þess að á ritstjórastól Morgunblaðsins er maður sem hefur unnið hvað stærsta sigra innan Sjálfstæðisflokksins, bæði í borgarstjórn og á landsvísu. Davíð Oddsson var svo vinsæll borgarstjóri, að flokkurinn fékk ekki aðeins hreinan meirihluta, heldur vann hann með algjörum yfirburðum. Fjölmargir úr röðum vinstri manna segja enn, að Davíð sé besti borgarstjóri sem borgarbúar hafi átt.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna hefur nú farið þá leið að efna til kosningar um oddvita flokksins í komandi kosningum, en raða að öðru leyti á lista. Það er líklega skynsamleg leið, ef ætlunin er að tryggja einhverja endurnýjun og fjölbreytni í frambjóðendahópnum.

En ætli Davíð Oddsson sé klár í slaginn?

Stjórnmálaspekúlantar stöldruðu alltént við þessa klausu í leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag:

Allt bend­ir til að nú­ver­andi borg­ar­yf­ir­völd telji sig aldrei munu þurfa að standa skil aðgerða sinna eða aðgerðal­eys­is. Þau ættu þó að hafa í huga að það stytt­ist í að borg­ar­bú­ar geti sagt skoðun sína á óreiðunni. Væri ekki betra að taka aðeins til áður en sú stund renn­ur upp? Eða ætl­ar borg­ar­stjóri að treysta á að eng­inn ann­ar kost­ur verði í boði? Það er hættu­legt veðmál.

Svo mörg voru þau orð.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
EyjanFastir pennar
Í gær

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir