fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Trump sagði íbúum í Iowa að „jafna sig“ á skólaskotárásum

Eyjan
Mánudaginn 8. janúar 2024 07:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hélt kosningafund í Iowa á föstudaginn. Þar sagði hann íbúum ríkisins að „jafna sig“ á skólaskotárásum. Þá voru aðeins 36 klukkustundir síðan einn nemandi var skotinn til bana og sjö særðir í skóla í ríkinu á fyrsta skóladegi ársins.

The Guardian segir að Trump hafi byrjað á að segjast finna til samúðar með þeim sem urðu fyrir barðinu á byssumanni í Perry í Iowa í síðustu viku og hafi síðan sagt: „Þetta er bara hræðileg, kemur mjög á óvart að þetta hafi gerst hér. En við verðum að jafna okkur á þessu. Við verðum að halda lífinu áfram.“

Þetta voru fyrstu ummæli hans um skotárásina en ekki í fyrsta sinn síðasta árið sem Trump virðist hafa reynt að beina athyglinni frá ofbeldisverkum þar sem skotvopnum er beitt. Í ræðu sem hann hélt á fundi National Rifle Association, sem eru hagsmunasamtök þeirra sem vilja óheftan aðgang að skotvopnum, í apríl á síðasta ári hélt hann því fram að hinn langvarandi vandi vegna skólaskotárása í Bandaríkjunum sé ekki „tengdur skotvopnum“. Hann kenndi Demókrötum, andlegum veikindum, marijúana og transfólki um þær.

Nemandi í sjötta bekk var skotinn til bana í Perry og sjö aðrir særðust í árásinni. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi verið 17 ára menntaskólanemi. Hann svipti sig lífi að ódæðisverkinu loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum