fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Eyjan
Sunnudaginn 4. janúar 2026 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn þurfa án efa að gefa eftir landsvæði til að friður komist á. Það eru hins vegar ekki ferkílómetrar sem skipta máli heldur fólkið, sem er aðalauðlindin. Mikilvægt er að Rússar séu í Rússlandi og Úkraínumenn í Úkraínu. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hugsi nú orðið meira um peninga en lýðræði, frelsi og mannréttindi við mótun sinnar utanríkisstefnu. Vilhjálmur Egilsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Við erum í breyttum heimi. Og höfum séð það hvað hlutirnir geta breyst hratt. Við vitum ekkert hvar við höfum Bandaríkin lengur.

„Bara eins og við töluðum um áðan, eru Bandaríkjamenn að breyta um stefnu til lengri tíma þar sem þeir telja sig ekki vera að boðbera frelsis, lýðræðis og mannréttinda heldur eru þeir bara að hugsa um peninga?“

Það er margt sem bendir til þess.

„Að þeir séu bara farnir að smíða allt við sína þröngu hagsmuni.“

Það er margt sem bendir til þess að þetta sé ekki bara einhver svona hliðarspor og allt fari í sama gamla farið.

„Eins og við vorum að tala um áðan. Þetta er bara tímabil sem hófst í rauninni eftir seinni heimsstyrjöldina þar sem Bandaríkjamenn töldu sig eiga að vera boðberi friðar og lýðræðis og mannréttinda um allan heim. En nú má nú segja um Trump, hvað sem að öðru líður, þá hefur hann nú lagt heilmikið á sig til þess að ná friði milli manna og þjóða.“

Jú, jú, en menn hafa nú ekki verið einhuga um það hvort hann hafi gert það á svona réttum forsendum.

„Hvort hann gerði það á réttum forsendum eða ekki, það var ófriður í gangi til dæmis á Gasa og ég held ekki að það væri búið að leysa það mál ef hann hefði ekki beitt sér með þeim hætti sem hann gerði.“

Er búið að leysa það?

„Það er ekki þetta mikla stríð sem var þar. Það er vopnahlé og það er viðkvæmt og þetta er ferli. Friðarferli sem að þarf að ganga áfram. Við skulum bara vona að það gangi áfram. Ég held að stoðirnar sem voru settar undir friðarferlið séu sterkari heldur en þær hafi verið áður þannig að það eru meiri líkur til þess að þetta gangi upp heldur en áður. Og það er búið að hugsa fyrir miklu meiru heldur en var, virðist vera. Og síðan með í Úkraínu. Hver er að tala við Pútín? Er ekki Trump sá eini sem er þá að tala við Pútín, að reyna að ræða við hann? Erdogan er dálítið að reyna að tala við hann en Erdogan hefur bara ekki og Tyrkirnir, þótt þeir séu öflugir, þá hafa þeir ekki sama styrk.“

Þeir hafa náttúrlega ekki sömu vigt og Bandaríkin. En Evrópa, leiðtogar Evrópu hafa gríðarlegar áhyggjur af því að þessi „friður“ sem Trump er að reyna að koma á sé algjörlega á forsendum Pútíns og sé í raun og veru ekkert annað en gálgafrestur. Vegna þess að það þurfi, það þurfi að gera Pútín það fullkomlega ljóst, að hann geti ekki bara ráðist inn í lönd og fengið það sem hann vill fá.

„Það er algjörlega ástæða til þess að hafa alla fyrirvara gagnvart Pútín og Rússum af því að þeir hafa í rauninni ekkert sýnt það sem að segir að hægt sé að treysta þeim. En eins og þetta stendur núna þá virðist manni að þetta sé þannig að þessu lýkur ekkert nema Úkraínumenn gefi eftir einhver landsvæði, hvað svo sem það er mikið og fái nægilega öflugar öryggistryggingar frá Evrópu eða Bandaríkjunum, segjum bara Evrópu, sem Rússarnir viðurkenna. Ég held að það sé númer eitt, að Rússarnir viðurkenni og sætti sig við öryggistryggingarnar sem að Úkraína fær. Og síðan náttúrlega þar til viðbótar þurfa Evrópubúar, Evrópusambandsþjóðirnar, að efla bara sínar varnir þannig að það sé eitthvað sem telur.

En, ókei, síðan segi ég, og það á jafnt við um Rússana og Úkraínumennina. Rússarnir eru með flesta ferkílómetra af öllum ríkjum í heiminum og í sjálfu sér þurfa Rússarnir ekkert fleiri ferkílómetra. Og Úkraínumenn, jafnvel þótt þeir gefi eftir 20% af landsvæði sínu, eða hvað, þá eiga þeir enn þá bara helling af ferkílómetrum.

En fyrir báðar þessar þjóðir, Rússa og Úkraínumenn, skiptir að mínu mati miklu meira máli að Rússarnir eigi Rússa og að Úkraínumenn eigi Úkraínumenn. Tökum bara þarna Rússana, þeim fer fækkandi. Þeir eru með sama svefnherbergisvandamál og aðrir og kannski bara enn þá verra og sama með Úkraínumenn, fæðingartíðnin þar hefur alveg hrunið niður. Þannig að, að báðar þessar þjóðir þurfa ekki þessa ferkílómetra endilega til að eflast, heldur fyrst og fremst fólkið, og nýta það. Það er aðaltækið til þess að vaxa. Það er aðalauðlindin.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala