fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Eyjan
Mánudaginn 8. september 2025 14:00

Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið. Mynd/Fjármálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar komi skemmtilega á óvart. Áætlaður halli er 15 milljarðar, sem er 11 milljörðum minna en ráð var gert fyrir í fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor. Þetta er tugum milljarða undir hallarekstrinum í ár, en þrátt fyrir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi setið frá því fyrir áramót situr hún uppi með síðustu fjárlög vinstri stjórnar Bjarna Benediktssonar.

Við samþykkt gildandi fjárlaga var gert ráð fyrir því að halli yrði á rekstri ríkissjóðs út þennan áratug. Með nýrri ríkisstjórn hefur bersýnilega orðið mikil breyting á því hvernig haldið er um rekstur ríkissjóðs og nú er gert ráð fyrir því að strax árið 2027 verði jafnvægi náð í ríkisrekstrinum.

Orðið á götunni er að það hljóti að flokkast undir afburða ríkisfjármálastjórn að skera svo myndarlega niður hallann og stefna á hallalaus fjárlög strax á næsta ári án þess að skattar á heimili og fyrirtæki séu hækkaðir, en sú er engu að síður raunin. Fjárlagafrumvarp Daða Más byggist á aðhaldi og hagræðingu en ekki skattahækkunum.

Orðið á götunni er að ýmsir sem voru með hrakspár um fjárlagagerð ríkisstjórnarinnar þurfi nú að að líta í eigin barm, skuldi jafnvel skýringar á yfirlýsingum sínum undanfarna daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, var venju fremur yfirlýsingaglaður undanfarna daga og taldi ekki ólíklegt að hækka þyrfti tekjuskatt eða virðisaukaskatt til að ná saman fjárlögum. Sagði hann atvinnulífið bíða nánast með öndina í hálsinum eftir skattahækkunum. Nefndi hann m.a. að sértækur skattur á ferðaþjónustuna væri líklegur. Jón Bjarki er venjulega yfirvegaður og orðvar og því kom það á óvart hversu yfirlýsingaglaður hann var í samtölum við fjölmiðla um helgina og eins hversu rangt hann hafði fyrir sér.

Orðið á götunni er að frammistaða Daða Más í fjármálaráðuneytinu fram til þessa sé framúrskarandi góð, hann sé öflugasti og besti fjármálaráðherrann sem við höfum haft í áratugi, jafnvel frá byrjun. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Daði Már er hámenntaður hagfræðingur, með doktorsgráðu í greininni, og hefur um langt skeið kennt fagið við Háskóla Íslands við góðan orðstír. Það skiptir greinilega máli að sá sem situr í stóli fjármálaráðherra hafi vit á því sem hann er að gera. Síðasti fjármálaráðherrann í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var dýralæknir að mennt sem sá engar leiðir til að draga úr fjárlagahalla út þennan áratug. Það skiptir máli hverjir stjórna!

Orðið á götunni er að viðbrögð Sjálfstæðismanna við fjárlagafrumvarpinu hafi verið fremur ámátleg – viðbúin en ámátleg. Þeir kvarta undan því að fjárlagagatinu hafi ekki verið lokað í einu vetfangi og fabúlera um skattahækkanir sem er raunar ekki að finna í frumvarpinu. Fólk hristir hausinn yfir svona yfirlýsingum frá fólkinu sem sat í síðustu ríkisstjórn og samþykkti þá að ríkissjóður yrði rekinn með halla út áratuginn.

Orðið á götunni er að miðað við yfirlýsingar Sjálfstæðismanna í dag bíði Ólafs Adolfssonar, nýs þingflokksformanns, ærið verkefni ætli hann sér að reyna að skikka sitt fólk í málefnalegan málflutning, byggðan á staðreyndum, á komandi þingi. Já, berin, þau eru súr, sagði Mikki refur þegar hann gat ekki náð þeim. Því er svipað farið með Sjálfstæðismenn í dag.

Orðið á götunni er að fjárlagafrumvarp næsta árs gefi góð fyrirheit um lækkun verðbólgu og sendi skýr skilaboð til fyrirtækjanna í landinu og Seðlabankans í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan