fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki

Eyjan
Laugardaginn 27. september 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að það sé merkilegt hvernig allt verður að gulli í höndum sumra á meðan allt sem aðrir snerta visnar og deyr.

Það hefur vart farið fram hjá neinum að undanfarnar vikur og mánuði hefur Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, útgerðarmaður í Eyjum, barmað sér mikið og tárvotur kom hann í fjölmiðla og lýsti því yfir að vondu veiðigjöldin hefðu neytt hann til að loka fiskvinnslu í Eyjum, segja upp fólkinu í vinnslunni og setja togarann á sölu. Allt væri þetta vonda fólkinu í ríkisstjórninni að kenna sem hefði vogað sér að „hækka veiðigjöldin“ eilítið.

Fyrir tveimur árum keypti Sigurgeir Brynjar, sem jafnan var nefndur Binni í Vinnslustöðinni en sumir kalla hann Binna blanka, útgerð og vinnslu. Útgerðinni fylgdi góður kvóti en til að eignast hann þurfti Binni að kaupa bæði skipið og vinnsluna með. Þetta er gömul saga og ný í íslenskum sjávarútvegi eftir að framsal á kvóta var gefið frjálst 1990. Stórútgerðin kaupir togara með kvóta og lofar að „Guggan verði alltaf gul og alltaf gerð út frá Ísafirði“ en svo hverfur bara Guggan úr plássinu, er máluð blá og kvótinn hverfur líka.

Orðið á götunni er að Binni, sem virðist vera blankur vegna þess að einhverra hluta vegna virðist hann þurfa að borga sér svo mikinn arð út úr útgerðinni að hann hefur varla efni á að borga laun, hafi einmitt alltaf ætlað að loka vinnslunni og selja togarann. Það var bara kvótinn sem hann var á höttunum eftir. Í takt við  áróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og útúrsnúninga þingmanna stjórnarandstöðunnar ákvað hann hins vegar að kenna veiðigjöldunum um.

Orðið á götunni er að þótt fyrirtæki í sjávarútvegi séu jafnan vel rekin hér á landi og vinni vel úr því sem þau fá upp í hendurnar megi taka fyrirtæki Binna út fyrir sviga. Á meðan aðrir gjafakvótaþegar græða á tá og fingri bögglast Binni og barmar sér út í eitt.

Annar útgerðarmaður, sem fær á sig sömu leiðréttingu veiðigjalda og Binni blanki, ber sig öðru vísi að. Í vikunni var tilkynnt að Brim hefði fest kaup á öllu hlutafé Lýsis fyrir 30 milljarða. Guðmundur Kristjánsson í Brim sér ekkert nema tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg, hann er kominn upp að efri mörkum í kvótaeign og horfir því til þess að stækka virðiskeðju sína og auka arðbærnina með því að færa sig nær fullvinnslu og neytandanum.

Orðið á götunni er að ef Guðmundur væri alltaf í því að mergsjúga arðinn út úr sínu fyrirtæki, líkt og Binni virðist einatt gera, þá hefði hann eflaust ekki verið í stöðu til að snara út þessum 30 milljörðum fyrir Lýsi. Þá hefði hann kannski verið í því að segja upp fólki, líkt og Binni, en ekki að færa út kvíarnar og skrá fleiri inn á launaskrá hjá sér.

Orðið á götunni er að það skipti máli hvernig fyrirtæki eru rekin. Árinni kennir illur ræðari og virðist það svo sannarlega eiga við um Binna. Ekki er hægt að segja um alla það sem segja má um Guðmund í Brim, að honum verði gull úr flestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Leiðir fyrrum formaður Stúdentaráðs lista Viðreisnar í Reykjavík?

Orðið á götunni: Leiðir fyrrum formaður Stúdentaráðs lista Viðreisnar í Reykjavík?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís