fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Eyjan
Þriðjudaginn 16. september 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáum dylst að mikill titringur er innan Framsóknarflokksins, sem virðist á góðri leið með að þurrkast út að óbreyttu. Orðið á götunni er að sjaldan hafi verið meiri urgur í Framsóknarmönnum en nú og þarf engan að undra það í ljósi bágrar stöðu flokksins.

Ljóst er að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, á mjög undir högg að sækja og orðið á götunni er að engar líkur séu á því að hann gegni áfram formennsku eftir næsta flokksþing, sem að líkindum verður haldið í síðasta lagi snemma á næsta ári.

Orðið á götunni er að Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sé ákveðin í að bjóða sig fram til formennsku í flokknum og þegar sé hafinn undirbúningur að framboði hennar. Það veikir stöðu Lilju að hún féll af þingi í kosningunum í nóvember en hún er hvergi af baki dottin.

Orðið á götunni er að Lilja hafi nú fengið óvæntan liðsstyrk. Sem kunnugt er felldi Sigurður Ingi Sigmund Davíð Gunnlaugsson af formannsstóli á flokksþingi 2016, eftir að Sigmundur Davíð hafði hrökklast úr forsætisráðherrastólnum vegna Wintrismálsins svonefnda og eins frægasta sjónvarpsviðtals þessarar aldar. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð sig úr Framsóknarflokknum og stofnaði Miðflokkinn. Fullyrt er að báðir leggi fæð á hinn síðan og gagnkvæm andúðin sé slík að hún hafi komið í veg fyrir að flokkarnir gætu starfað saman í ríkisstjórn.

Orðið á götunni er að Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, sé nú farinn að leggja á ráðin með Lilju og skipuleggja formannsframboðið fyrir komandi flokksþing Framsóknar. Þetta sé ekki aðeins gert með vitund og vilja Sigmundar Davíðs heldur hafi hann átt hugmyndina að þessu þverflokkasamstarfi um að gera Lilju að formanni Framsóknar. Með þessu vilji hann launa Sigurði Inga formannskjörið 2016 þar sem Sigmundi Davíð fannst Sigurður Ingi vega ódrengilega að sér.

Orðið á götunni er að raunar sé aðstoð Sigmundar og Björns Inga ekki aðeins hugsuð sem hefndaraðgerð gegn Sigurði Inga. Á sínum tíma var það Sigmundur Davíð sem sótti Lilju Alfreðsdóttur inn í Seðlabankann og gerði að utanríkisráðherra er hann neyddist til að segja af sér sem forsætisráðherra. Þannig hófst pólitískur ferill Lilju og segja má að Sigmundur Davíð sé pólitískur guðfaðir hennar. Þráðurinn milli þeirra hefur aldrei slitnað.

Orðið á götunni er að gangi plottið upp og Lilja verði formaður Framsóknar sé komin upp sú staða að forsendur séu fyrir nánu og góðu samstarfi Framsóknar og Miðflokksins, nokkuð sem hefur verið útilokað frá 2016.

Orðið á götunni er að í framhaldinu sé ekki hægt að útiloka sögulegar sættir og jafnvel samruna Framsóknar og Miðflokksins. Margir telja þó að vænlegra sé fyrir flokkana að starfa sem sjálfstæðir flokkar vegna þess að Miðflokkurinn standi nú hugmyndafræðilega nær Sjálfstæðisflokknum en Framsókn. En pólitíkin er nú einu sinni list hins mögulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi