fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. september 2025 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Mannauðsdeildin er hluti af Mannauðs- og samskiptasviði félagsins sem fer einnig með markaðs- og samskiptamál. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, við sem mannauðsstjóri á skrifstofu Eimskips í Rotterdam í Hollandi. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Það er mikill fengur að fá Erlu aftur til okkar með dýrmæta reynslu og ferska sýn og á sama tíma sjá Vilhjálm taka við nýju og mikilvægu hlutverki á alþjóðavettvangi Eimskips. Reynslan og krafturinn sem þau bæði búa yfir mun án efa efla mannauð og menningu Eimskips enn frekar“, segir Harpa Hödd Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskipta hjá Eimskip.

Áralöng reynsla af mannauðsmálum hjá Eimskip

Erla hóf störf hjá Eimskip árið 2009 sem verkefnastjóri í upplýsingatæknideild og hefur síðan þá gegnt fjölbreyttum hlutverkum innan félagsins. Hún hefur meðal annars starfað í markaðsdeild og sem fræðslustjóri, en lengst af starfað í mannauðsmálum. Árið 2024 lét hún af störfum hjá félaginu og kemur nú aftur til Eimskips frá Travel Connect, þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri.
Erla er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið grunnnámi í markþjálfun.

„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og er spennt að takast á við þetta nýja hlutverk hjá Eimskip. Ég hlakka til að nýta þá reynslu sem ég hef öðlast bæði innan og utan félagsins til að efla mannauðsmálin enn frekar og vinna aftur með öllu því frábæra starfsfólki sem þar starfar,“ segir Erla María Árnadóttir.

Leiðir mannauðsmál Eimskips í Hollandi

Vilhjálmur hóf störf hjá Eimskip árið 2021 og hefur gegnt lykilhlutverki í mótun og þróun mannauðsmála á undanförnum árum. Í nýju starfi mun hann leiða mannauðsmál í Hollandi og styðja við stjórnendur og starfsfólk á staðnum. Hann er með B.Ed.-gráðu í kennarafræðum og meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Vilhjálmur býr yfir 20 ára reynslu úr mannauðsstörfum hjá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum. Hann hefur einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari í um 30 ár og er með UEFA A þjálfararéttindi.

„Mig hefur lengi dreymt um að starfa erlendis og því sló ég til þegar mér bauðst tækifærið að vinna hjá Eimskip í Rotterdam. Það hefur verið frábært að starfa hjá Eimskip undanfarin ár og ég er þakklátur fyrir tímann minn á Íslandi. Nú hlakka ég til að takast á við nýjar áskoranir og öðlast dýrmæta reynslu á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann