fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Eyjan

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Ólafur Arnarson
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 15:00

Hótel Saga árið 2013. Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er komið á daginn að heildarkostnaðurinn við kaup og standsetningu á Hótel Sögu fyrir menntavísindasvið Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta er ekki 12,7 milljarðar heldur 15,7 milljarðar, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í morgun. Stafar þetta af því að í upphaflegum tölum var ekki tekið tillit til þess hlutar sem tilheyrir Félagsstofnun. Reiknað til núvirðis lætur nærri að þetta séu 18,5 milljarðar.

Þarna hefur opinberum fjármunum bersýnilega verið sóað á báðar hendur og því hljóta að vakna ýmsar spurningar. Hver ber ábyrgð á þessum fjáraustri? Voru þessar framkvæmdir í samræmi við reglur um opinberar framkvæmdir? Engin þarfagreining virðist hafa verið gerð. Er ekki nokkuð ljóst að óheimilt hlýtur að vera að ráðstafa milljörðum og jafnvel milljarðatugum í eina framkvæmd án þess að nákvæm þarfagreining hafi verið gerð?

Það er áhugavert að bera þennan óheyrilega fjáraustur ríkisins í Hótel Sögu saman við það þegar Verslunarskóli Íslands við Ofanleiti var reistur en hann var tekin í notkun fyrir næstum 40 árum. Húsið, sem mun vera um 8000 fermetrar að stærð, kostaði 375 milljónir á verðlagi í ársbyrjun 1988. Framreiknað til dagsins í dag eru þetta ríflega 2,5 milljarðar. Til samanburðar er Hótel Saga um 19 þúsund fermetrar. Verslunarskólinn er talinn vera í prýðilega góðu húsi sem hentar vel til kennslu og skólastarfs. Ef gætt hefði verið sömu ráðdeildar og hagsýni við að koma þaki yfir menntavísindasvið Háskóla Íslands á háskólasvæðinu má færa rök fyrir því að hægt hefði verið að reisa húsið fyrir sex milljarða. Hótel Saga kostar þrefalda þá fjárhæð og sér ekki fyrir endann á kostnaðinum vegna þess að framkvæmdum er ekki lokið.

Það verður að kalla eftir opinberri rannsókn á því hvernig í ósköpunum ráðist var í að sturta 18,5 milljörðum í að kaupa og breyta Bændahöllinni úr hóteli í skóla og stúdentaíbúðir. Það er svo kaldhæðin staðreynd að forsætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem tók ákvörðun um þessa óráðsíu, Katrín Jakobsdóttir, hefur síðan verið valin til að gegna stjórnarformennsku Fasteigna Háskóla Íslands, félags sem heldur utan um þær fasteignir sem nýttar eru í þágu skólans.

Vel færi á því að forveri hennar í því hlutverki, Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, kallaði eftir því að Ríkisendurskoðun rannsaki gaumgæfilega allt sem snýr að kaupunum á Hótel Sögu og framkvæmdunum sem nú eru komnar í 18,5 milljarða. Einhver staðar er pottur brotinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?