fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 12:30

Bryndís Haraldsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir suðvesturkjördæmi og fyrsti varaforseti Alþingis er þegar þetta er skrifað ræðukóngur á yfirstandandi þingi með ræðutíma upp á 21,9 klst. eða 1316,55 mínútur.

Sjá einnig: Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Mikið hefur verið rætt um málþóf á yfirstandandi þingi og helst þegar kemur að umræðu um veiðigjöld. Enn er óvíst hvenær og jafnvel hvort Alþingi fer í sumarfrí en þingfundur stóð til kl. 4.30 í morgun. 

Greinilegt er að Bryndísi leiðist ekki lengur málþóf, en í maí árið 2019 skrifaði hún „Lýðræði, málþóf og ofbeldi“ á Facebooksíðu sína þegar hún birti grein sína Málþófið er séríslenskt.

Þingfundur átti að hefjast kl. 10 í morgun, en var frestað til kl. 11.15 og var Bryndís þannig að undirbúa sig að flytja 32. ræðu sína um veiðigjaldið í dag. 

„Hún er málþæfari. Í greininni kvartar Bryndís Haraldsdóttir yfir því að fámennur hópur þingmanna hafi tekið afgreiðslu þingmála í gíslingu með málþófi og bendir á að málþóf eigi ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði, og þekkist nánast hvergi utan Íslands. Ég legg til að Bryndís Haraldsdóttir flytji 32. ræðu sína í dag um þessa grein sína,“

segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar sem vakti athygli á þessari sex ára gömlu grein Bryndísar í dag.

Grein Bryndísar birtist sem skoðanagrein á Vísi 23. maí 2019 og sagði hún þar að þingmenn hefðu kynnst því undanfarið að fámennur hópur þingmanna hefði tekið afgreiðslu þingmála í gíslingu með málþófi. 

„Það er nefnilega ekkert í þingsköpum sem bannar þingmanni að flytja sömu ræðuna tvisvar, eða í tugi skipta, sé út í það farið.“

Bendir Bryndís á heimild forseta Alþingis samkvæmt 71. gr. þingskapalaga til þess að takmarka umræður. Árið 2019 taldi Bryndís eðlilegt að þingið hugi að þeirri heimild og beiti henni þar sem það gangi ekki til framtíðar að fámennur hópur úr stjórnarandstöðunni taki þingið til gíslingar.

„Ég tel rétt og eðlilegt að þingheimur hugi að þessum heimildum til framtíðar. Núverandi fyrirkomulag, þar sem fámennur hópur stjórnarandstæðinga getur tekið þingið í gíslingu, gengur ekki til framtíðar.“

Í heild hljóðaði greinin svo: 

Lengi vel þótti það vitnisburður um elju og þrótt að vinna langa daga, en sú skoðun hefur á undanförnum árum látið undan þar sem við horfum til afkasta í stað vinnustunda. Umræðan á íslenskum vinnumarkaði snýst sífellt meira um framleiðni, þ.e. afköst á hverja vinnustund, og er framleiðniaukning ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar. En eins og afköst geta aukist á hverja vinnustund, þá geta þau dregist saman. Því höfum við fengist að kynnast síðustu daga á Alþingi, þar sem fámennur hópur þingmanna hefur tekið afgreiðslu þingmála í gíslingu með málþófi. Það er nefnilega ekkert í þingsköpum sem bannar þingmanni að flytja sömu ræðuna tvisvar, eða í tugi skipta, sé út í það farið. Málfrelsi þingmanna er mikilvægt og er það sérstaklega varið í flestum þjóðþingum heims.

En málþóf á ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði, og þekkist nánast hvergi utan Íslands. Málþóf er séríslenskt fyrirbrigði. Alþingi er enginn venjulegur vinnustaður. En vinnustaður er hann engu að síður, þar sem vanda þarf mjög til verka til að tryggja góða lagasetningu. Þegar andstæð sjónarmið hafa komið fram í þingsal er nauðsynlegt að leiða mál til lykta, ýmist með málamiðlunum eða með atkvæðagreiðslum þar sem hreinn meirihluti ræður. Hvort sem þingmenn verða undir eða yfir í einstaka málum er óumdeilt að þetta er skilvirk og sanngjörn aðferð til að komast að niðurstöðu. Daga og nætur eru þingfundirnir undirlagðir af ræðum þingmanna úr einum þingflokki þar sem hver þingmaðurinn fer í ræðustól á fætur öðrum og samflokksþingmennirnir tínast í andsvör við þann fyrri. Að ógleymdu hólinu hvers til annars, það er gott að fá klapp á bakið. Þrátt fyrir að túlka megi þingsköp, sem skapa rammann um hvernig þinghaldi skuli háttað, með þeim hætti að þingmönnum sé frjálst að halda uppi umræðu endalaust, þá er þar kveðið skýrt á um að andsvör séu aðeins heimiluð með leyfi forseta. Þá er einnig að finna heimild í 71. gr. þingskapalaga til þess að takmarka umræður.

Ég tel rétt og eðlilegt að þingheimur hugi að þessum heimildum til framtíðar. Núverandi fyrirkomulag, þar sem fámennur hópur stjórnarandstæðinga getur tekið þingið í gíslingu, gengur ekki til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi