fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Eyjan
Laugardaginn 12. júlí 2025 10:00

Sigurður Hólmar Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hólmar Jóhannesson framkvæmdastjóri Góðvildar Styrktarsjóðs skrifar: 

Á Íslandi í dag eru rafræn skilríki orðin lykillinn að flestum þjónustum – bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. En hvað gerist þegar einstaklingur getur ekki sjálfur nýtt þessi skilríki, t.d. vegna fötlunar, þroskahömlunar eða aldurs?

Þá lokast kerfið. Engin leið er fyrir aðstandendur að stíga inn í stuðningshlutverk með rafrænu umboði, þrátt fyrir að það sé sjálfsagt í tilfelli barna og fyrirtækja.

Þetta er meira en bara tæknilegt vandamál. Þetta er mannréttindamál. Þetta er útilokun frá samfélaginu.

Dæmin eru mörg en nýlegt dæmi er um móðir á Akureyri, Hrafnhildi Jónsdóttir sem lýsir baráttu sinni við að fá son sinn skráðan inn í stafræna samfélagið. Sonurinn getur ekki lesið, skrifað né notað pin-númer. Hún safnaði skjölum, fékk hjálp frá kennara, sat í bankanum og gerði allt rétt. En svörin voru skýr:

„Ef einstaklingur getur ekki beitt skilríkjum sjálfur, þá hefur Auðkenni ekki heimild til að afhenda honum þau.“

Hrafnhildur segir: „Það er eins og ég eigi fyrsta barnið á Íslandi sem er fatlað og geti ekki valið sér pin númer…. Í alvöru. Hvar erum við stödd árið 2025!? Það eru nokkur ár síðan ég sá fyrstu fréttina um þetta frá foreldri sem allt í einu gat ekki leyst út lífsnauðsynleg lyf fyrir barnið sitt og ég hugsaði að þetta verður nú leyst þegar ég þarf að fara að standa í þessu.”

Er verið að brjóta á réttindum fatlaðra og aldraðra?

Ísland hefur fullgilt samninginn Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem tryggir rétt fatlaðra til:

  • Aðgengis að upplýsingum, tækni og þjónustu (9. gr.)
  • Persónulegrar aðstoðar og stuðnings við ákvarðanatöku (20. gr.)

Að hafna rafrænum aðgangi eða gera hann nánast ómögulegan fyrir fólk sem þarf stuðning er augljóst brot á markmiðum samningsins.

Jafnréttislög (nr. 150/2020) skylda opinberra aðila til að tryggja jafnan aðgang – óháð getu til að nota tæki, forrit eða skilríki. – Óbeinar hindranir teljast mismunun.

Í 65 gr. Stjórnarskrár Íslands segir skýrt

„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án mismununar.“

Ef vilji er fyrir hendi, þá er þetta leysanlegt – og ekki flókið:

Það þarf að gera það auðvelt fyrir fjölskyldumeðlimi og stuðningsaðila til að sækja um rafrænt umboð – alveg eins og þegar foreldrar sinna börnum sínum eða ef þú ert með umboð fyrir fyrirtæki. Tæknin er til staðar en ekki viljinn.

Fatlað fólk og fjölskyldur þeirra eiga ekki að hlaupa á milli stofnana og fyrirtækja. Það þarf að vera ein, aðgengileg leið til að tryggja stafrænan aðgang fyrir þá sem hafa ekki tæknilega getu til að gera það sjálf.

Við búum í tæknivæddu og stafrænnu samfélagi. En stafrænt Ísland getur ekki verið samfélag fyrir suma og lokað fyrir aðra. Þegar fólk getur ekki sjálft sótt sér skilríki, og enginn annar má gera það fyrir þau, þá hefur kerfið valið að skilja þetta fólk eftir.

Þetta er útilokun. Þetta er mismunun. Þetta er réttindabrot.

Það er kominn tími til að hætta að tala um þetta og fara í að laga þetta strax

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“