fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Eyjan
Laugardaginn 12. júlí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Andrésson af ætt Oddaverja snerist gegn Gissuri Þorvaldssyni í átökum Sturlungaaldar á 13du öld. Þessi andstaða Þórðar misheppnaðist hrapallega og var hann handtekinn af Gissuri og tekinn af lífi. Þegar Þórður baðst vægðar og fyrirgefningar sagðist Gissur fyrirgefa honum þegar hann væri dauður.

Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu heimili. Faðir minn gaf ungur út fjölritað dreifiblað í Borgarnesi sem hann kallaði Hamar og Sigð. Hann fór til Þýskalands skömmu fyrir valdatöku Nasista og kynntist hatrammri innbyrðis baráttu og átökum vinstri aflanna.

Heimkominn gerðist hann félagi í Sósíalistafélagi Reykjavíkur en honum var bolað úr flokknum í átökum vegna Ungverjalandsmálsins 1956. Eftir það skipti hann sér lítið af pólitík. Þegar saga íslenskra róttæklinga er skoðuð mótast hún af alvarlegum innanflokksátökum. Fjöldi manns var rekinn úr flokknum með skömm fyrir alls konar hugmyndafræðilegar yfirsjónir. Menn gengu venjulega hreint til verks og útskúfuðu óvinum sínum til að losna við þá af hinu pólitíska leiksviði. Þetta voru kallaðar hreinsanir að sovéskri fyrirmynd.

Þjóðin hefur á liðnum vikum fylgst með heiftarlegum átökum í hinum nýja sósíalistaflokki. Þar er fyrst og fremst tekist á um menn frekar en málefni. Hópur yngri uppreisnarmanna tók völdin í flokknum en gamla stjórnin var ekki rekin á brott eins og í gamla daga heldur sat sem fastast. Smám saman tókst henni með beinskeyttum áróðri og fjölmiðlafári að ná völdum í ákveðnum stofnunum flokksins. Skyndilega var nýja byltingarstjórnin gerð brottræk úr húsnæði flokksins en hinir sátu eftir.

Maður skilur betur en áður stjórnarhætti Stalíns, Gómúlka og Ulbrichts og fleiri kommúnistaleiktoga. Þeir gerðu andstæðinga sína annaðhvort höfðinu styttri eða fangelsuðu þá til langframa. Brottreknir fengu ekki að koma nálægt neinu flokksstarfi enda stimplaðir sem stéttarsvikarar. Flokkurinn starfaði í anda Gissurar Þorvaldssonar og fyrirgaf mönnum ekki fyrr en þeir voru dauðir. Greinilegt er á þróun mála hjá nútíma arftökum kommúnistaflokksins að þeir hafa ekkert lært af sögunni. Jósef Stalín og Gissur hefðu aldrei leyft gömlu valdaklíkunni að ná aftur vopnum sínum og taka yfir útvarpsstöðina, húsnæðið og sjóðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Virðingarleysi fyrir lögreglu

Björn Jón skrifar: Virðingarleysi fyrir lögreglu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
26.07.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
26.07.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást