fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði
Þriðjudaginn 24. júní 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði sat fyrir framan flatskjáinn í gærkvöld og horfði á línulega dagskrá Ríkisútvarpsins. Þar var svo sem fremur fátt um fína drætti, nema ef vera skyldi þáttur af Hringfaranum, sem ekki er örgrannt um að stofnunin hafi birt Svarthöfða áður – í viðtæki hans alla vega.

Skörulegur málflutningur Kristrúnar Frostadóttur í Kastljósþætti kvöldsins hélt þó fyrir Svarthöfða vöku í sófanum. Eftir því sem vikur hafa liðið á stóli forsætisráðherra hefur Kristrúnu vaxið fiskur um hrygg og nú svo komið að fáir atvinnustjórnmálamenn standast henni snúning. Varla var að finna snöggan blett á hennar framkomu þar og varðist hún fimlega og sótti fram á víxl.

Eitruðust var pillan hennar á stjórnarandstöðuna varðandi umræður í þinginu um veiðigjaldafrumvarpið. Eitt af því sem stjórnarandstaðan hefur veifað í því sambandi er að hækkun leigu fyrir afnot af fiskiauðlindinni sé skattahækkun.

Svarthöfði þykist kunna sitthvað fyrir sér í lögfræði og man ljóslega að eitt af því sem einkennir skatta er að þeir eru ekki frádráttarbær kostnaður í rekstrarreikningi og skilur hann ekki hvernig löglærðir menn í stjórnarandstöðu geta klifað á því að þessi hækkun leigu sé skattahækkun. Sé gjald frádráttarbært, er það ekki skattur.

Svarthöfða dugar þetta eina dæmi til að spyrja sig og aðra hvort furða sé að forsætisráðherrann nefni það að umfjöllun stjórnarandstöðunnar hafi verið í falsfréttastíl.

Svarthöfði er jafnframt gáttaður á að þetta Kastljósviðtal og sérílagi þetta ofangreinda atriði hafi valdið uppnámi meðal stjórnarandstöðunnar í gærkvöld og lengt málþóf á þeirra vegum í sal Alþingis inn í nóttina. Og sjálfsagt mun því haldið áfram í dag og næstu daga.

Í dag er 24. júní um land allt og stutt í að júlímánuður hefjist. Allir þátttakendur á vinnumarkaði eru löngu búnir að skipuleggja sitt sumarleyfi og gera ráðstafanir. Einhverjir eiga gistingu innanlands bókaða, aðrir á leið út fyrir landsteina og þannig má áfram telja. Sumarlokanir leikskóla sveitarfélaganna hefjast í júlí – fyrsta dag mánaðarins í mörgum þeirra.

Rask á starfsáætlun þingsins snertir ekki aðeins kjörna fulltrúa. Starfsmenn Alþingis skipta tugum og áform þeirra í sumar í algeru uppnámi.

Svarthöfði býr við þann munað að fátt getur raskað áformum hans um ráðstöfun kjarasamningsbundinna sumarleyfisdaga.

Hann þakkar guði sínum fyrir að þurfa ekki að eiga ekki undir málæði vinnufélaganna, sem dögum saman röfla um sömu atriðin – en bæta engu við. Og á meðan líður stutt íslenskt sumar hjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
13.07.2025

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
EyjanFastir pennar
12.07.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald