fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Svandís tekur við Fastus lausnum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. maí 2025 19:14

Svandís Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Fastus lausna. Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Fastus lausna, söludeild innan Fastus sem þjónustar fyrirtæki, hótel og stóreldhús.

„Við bjóðum Svandísi velkomna til starfa hjá Fastus en hún kemur með mikla reynslu og þekkingu sem eykur enn frekar á styrk félagsins. Fastus hefur ákveðið að snúa aftur að því skipulagi sem hefur reynst félaginu og viðskiptavinum þess best. Framvegis starfar Fastus sem ein heild með þremur sérhæfðum deildum, þar sem hver og ein leggur áherslu á sitt svið. Þetta fyrirkomulag skapar skýrari áherslur, einfaldari samskipti og sterkara samstarf við viðskiptavini,“  segir Guðrún Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fastus í tilkynningu.

Svandís býr yfir 18 ára reynslu úr alþjóðlegu umhverfi í lyfja- og matvælavinnsluiðnaði. Undanfarin ár hefur hún verið í leiðandi hlutverki í stofnun og rekstri alþjóðlegs söluteymis innan Marel og tekið þátt í innleiðingu nýrra fyrirtækja. Þar áður starfaði hún í lyfjaiðnaði við sölu og viðskiptaþróun hjá Medis ehf og Lyfjaskráningar hjá STADA Arzneimittel AG í Þýskalandi og Actavis. Áður en Svandís kom til Fastus starfaði hún sem verkefnastjóri innleiðingar stefnu hjá Veitum ohf. Svandís er matvælafræðingur að mennt.

Skipulagsbreytingar hafa átt sér stað hjá Fastus sem mun nú reka þrjár sérhæfðar deildir sem eru Fastus heilsa, Fastus lausnir og Fastus expert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“