fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Eyjan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugafólk um barnaskap fullorðins fólks fær mikið fyrir sinn snúð þessi dægrin við að fylgjast með átakanlegum tilraunum stjórnarandstöðunnar við að þyrla upp moðreyk í hverju málinu á fætur öðru.

Svarthöfði horfði fyrr í dag dolfallinn á þær Ingibjörgu Isaksen og Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, væla yfir því að ríkisstjórnin og einstaka þingmenn væru að spyrja áþekkra spurninga og jafnvel leggja fram mál sem væru áþekk þeim sem fyrri ríkisstjórn lagði áherslu á.

Vísaði Ingibjörg meðal annars til máls um orkuöryggi almennings sem Framsókn setti á oddinn og ný ríkisstjórn hefur tekið við keflinu.

Ekki var laust við að hugur Svarthöfða reikaði til skólalóðarinnar í Austurbæjarskóla forðum daga þar sem krakkarnir rifust í frímínútum um hver hefði uppgötvað tiltekna hljómsveit eða eitthvað fatamerki á undan hinum.

Veldur það Svarthöfða óneitanlega nokkrum áhyggjum að slíkur barnaskapur ómi nú í sal Alþingis frekar en á skólalóðum landsins.

Ættu ekki Ingibjörg og Hildur að fagna því að áherslur nýrrar ríkisstjórnar séu í takt við þeirrar eigin skoðanir í einhverjum málum? Til hvers er fólk yfirhöfuð í pólitík? Til þess að ná fram mikilvægum hugsjónarmálum eða til þess að slá sér á brjóst og skreyta sig einhverjum ímynduðum fjöðrum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB